Hjá.. Hjákátlegt

Mánudagur mættur enn á ný. Dagurinn er að mestu leyti búinn að snúast um þvott í mínu tilviki. Er búin að þvo allt sem hægt er að þvo – þrjár vélar ef þið hafið áhuga. Þetta þýðir líka að ég er búin að hlaupa þrisvar sinnum upp og niður 48 tröppur með fangið fullt af þvotti. Ein ferð eftir.. ég bíð spennt.
Hittum alla bræður hans Péturs um helgina. Á laugardaginn buðum við þeim eldri, Brynjari og Tedda í kaffi og Jógúrtbollur (eftir uppskrift Konnýar að sjálfsögðu) og að sjálfsögðu komu kærusturnar þeirra með og ég hitti þær í fyrsta skipti. Verð ég að segja að mér lýst nú bara ansi vel á þær. Gæða dömur báðar tvær :o)
Á Sunnudaginn þá skelltum við okkur svo á Körfuboltamót í Garðabænum þar sem Heimir Konráð hinn yngsti var að keppa með Sindra. Við fórum öll að horfa á hann, og ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram hver var langflottastur og bestur af öllum þarna á svæðnu.. og sætastur!

Líkir bræður :o)

En ég verð nú bara að líka að segja ykkur frá matnum sem við elduðum um helgina líka. Mér langaði í eitthvað ótrúlega æðislega gott svo ég hringdi auðvitað í snillinginn hann pabba minn. hann kenndi mér hið snarasta að elda hið margfræga Chili sem við gerðum og gæddum okkur svo eiginlega í öll mál alla helgina.. því það er náttla ekki hægt að elda lítið chili.. En já.. Jibbý! Mánudagur!!!

4 thoughts on “Hjá.. Hjákátlegt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *