*hóst*

Ég er að ranka við mér. Er búin að vera heltekin af kvefi og hálsbólgu síðan á fimmtudaginn. Nú er ég komin á ‘snýtasérendalaust-stigið’ og ‘hósta-úr-sér-lungun-stigið’ sem vonandi þýðir að ég sé að losna úr þessum heljargreipum. sjö-níu-þrettán. Hápúnktur helgarinnar var líklega þegar ég fór og passaði gríslingana þrjá á Meistaravöllunum. Það var skemmtilegt. Þau eru svo skemmtileg. Annað einkenndist algjörlega af slappleika. Var meira að segja of slöpp til að passa gríslingana á kleppsvegiinum á laugardagskvöldð. Sem var auðvitað frekar fúlt. Það eru skemmtilegir gríslingar sem búa þar.. Það versta er samt að ég er búin að missa af tveimur leikfimistímum. Eins gott að ég verði búin að hósta þessu úr mér fyrir morgundaginn svo ég missi ekki af einum í viðbót!
*atsjú*

4 thoughts on “*hóst*

  1. Það sem ég hef gert til að losna við svona dæmi er það að skella mér í ræktina… mar gerir það náttla ekki þegar mar er alveg DRULLU slappur en svona þegar mar er kominn á þetta stig sem þú ert á… virkar fyrir mig… spurning hvernig það fer í aðra….

  2. já Brynjar.. ég labbaði út í búð áðan og fékk bara smá hóstakast þegar ég kom í búðina.. en hvort ég þoli boot camp tíma er allt önnur saga. Kemur í ljós á morgun :o)

Leave a Reply to Svanfríður Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *