Langur tími enginn sjór..

..eins og maðurinn sagði.

kúrbíturinn lifir. húrra, húrra, húrrrraaaa!!! Greyið okkar gamla, serverinn, er greinilega alveg ótrúlega lífseigur. Seigur já.. Hann hangir uppi á lifnipillum einum saman og á helling inni enn (sjöníuþrettán).

Til þess að halda upp á lífsgleðina höfum við ákveðið að tilkynna sigurvegarann í slagorðakeppninni. Dómnefndin átti erfitt starf fyrir höndum að velja úr þvílíku magni af tillögum sem áhugasamir kúrbítselskendur sendu inn til keppninnar. Eftir miklar vangaveltur var það einróma álit dómnefndar að Björn nokkur Görn væri vel að sigrinum kominn. Slagorð Björns Görns segir það allt. Það lýsir sérstaklega skilmerkilega öllu því sem kúrbíturinn stendur fyrir, sannleikanum eina sem hafa ber að leiðarljósi þegar kúrbíturinn er lesinn. Framvegis mun þetta slagorð birtast lesendum á toppi kúrbítsins, þeim heiðursstað.

Að launum fyrir frábæra hugmyndaauðgi sína hlýtur Björn Görn að sjálfsögðu kúrbít og er það mesti heiður sem nokkrum lesenda kúrbítsins getur hlotnast. Verðlaunin verða afhent í kyrrþey.

2 thoughts on “Langur tími enginn sjór..

  1. vúhúúú vúúúúfokkinghúúú. annað hefði náttúrulega verið dómaraskandall. get ekki beðið eftir að maula kúrbítinn í góðum fíling og sötra konjak með.

  2. Ég óska Birni Görn hér með innilega til hamingiju, hann er vel að sigrinum kominn. Ég vona bara að kúrbíturinn smakkist vel með konjakinu.

Leave a Reply to björn görn Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *