Nöldur dagsins

Já…ég vissi þetta allan tímann. Annars var ég að hlusta á ansi “skemmtilegan” þátt á útvarpi sögu einn morguninn. Þar var einmitt verið að ræða flutningabíla og tilverurétt þeirra á þjóðvegum Íslands. Kom þar margt áhugavert uppá pallborðið. Ber þar helst að nefna þegar hún Arnþrúður Karlsdóttir kom með þann skemmtilega punkt að flutningabílstjórar ættu að víkja betur og hægja á sér þegar þeir mæta minni bílum. Hefur hún ekið á þjóðvegi 1 úti á landi? Held ekki. Þar er vegurinn yfirleitt ekki nema breidd flutningabílsins og býður ekki uppá að maður geti vikið fyrir minni bílum. Ef manni dytti í hug að reyna að víkja, getur maður átt það á hættu að kanturinn gefi sig (hreinlega brotnar undan þunga bílsins) og þú veltir flutningabílnum. Frekar held ég að það væri nú sniðugra að litlu bílarnir sem eru svona í kringum 1 og uppí 3 tonn, víki nú bara frekar. Næ ekki uppí það þegar fólk bullar svona í útvarpið. Úfffff…varð bara að koma þessu frá mér, verandi gamall flutningabílstjóri. Svakalega eru þetta flippaðir kæjakræðarar sem fundust grillandi við ströndina. Sendu bara póst á vitlaust netfang til að láta vita af sér og voru svo svaka hissa þegar þau sáu allt fólkið sem var að leita að þeim. Guð minn góður…

3 thoughts on “Nöldur dagsins

  1. Vá Pétur hvað ég er sammála þér. Veistu hvað mér finnst mest pirrandi í þessu (reyndar ansi margt) en þegar fólk reynir að vera á undan fulllestuðum flutningabíl inná einbreyða brú, eða svína á gatnamótum???? hvað er það? Er hemlunnarvegalengdin sú sama? uu nei! viltu fá 30 tonn í nefið! úu ég þarf að reyna að róa mig niður, passa þrýstinginn… á maður að heyra suð???

  2. Ég er svo sammála ykkur!!! Það eina sem ég sé athugavert við suma bílstjóra það er að þeir slá ekki af þegar þeir mæta smábílunum. En flest allir gera það, allavega þeir gömlu sem hafa reynsluna 😉 Og já guð minn almáttugur hvað er að fólki sem reynir að komast inn á einbreiðabrú þegar það er flutningabíll að koma á móti þeim!!

    En mig langar að segja ykkur eina sögu frá dreng sem var að keyra flutningabíl með tengivagn aftaní. Hann er einhversstaðar sunnan megin við vík á leiðinni austur og lendir eitthvað út í kant með bílinn, gæti verið að hann hafi verið að víkja fyrir henni Arnþrúði Karlsdóttur hver veit. Það er ekki frá sögu færandi nema hvað, hann missir vagnin útaf án þess að velta honum og tekur svo ekkert eftir því fyrr en á miðjum mýrdalssandi að það sé engin vagn!!! Hvernig er þetta hægt? Hann keyrði upp eina af brattari brekkum á þessari leið eftir þetta og tók ekki eftir því að bíllinn var eitthvað léttur á sér 😀 Núna í dag er þessa drengur kallaður Skaðinn!! hehe

    Þetta er bara heilt blogg hjá mér hérna 😛

  3. hehehe Gott blogg hjá þér Brynjar!

    Lovísa mín, ég held að suðið sé alveg eðliðlegt.. það var örugglega bara hunangsfluga að fljúga framhjá :o)

    Ég er annars bara mjög sammála ykkur báðum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *