12 km

Þar sem það er ekki á hverjum degi sem maður hleypur 12 kílómetra án þess að stoppa þá bara verð ég að monta mig smá.

Í dag hljóp ég 12 kílómetra án þess að stoppa! jibbý!! ég er langbest :o)

Ég var að sjálfsögðu með nýja flottu garmin gps hlaupagræjuna mína sem mælir fyrir mig hraða og fjarlægðir og púls og allt og svo get ég skoðað hlaupið mitt á korti þegar ég er komin heim.. algjört möst græja fyrir hlaupandi landfræðinga hehehe :o)

Þið getið skoðað hvað ég hljóp mongó langt á myndinni (guli ferillinn) og fyrir neðan er línurit yfir púlsinn minn. Ég byrjaði efst í fossvogsdalnum hjá Víkinga heimilinu og endaði hinumeginn við golfvöllinn úti á Nesi.. fjúh!

5 thoughts on “12 km

  1. díses.. þú ert að verða eins og Bjarni Ármannson, spurning um spandexbuxur og brúsabelti bara.. ég er ekkert smá stolt af þér 🙂 þú ert best!

  2. Vá hvað þú ert dugleg! Ég gæti ekki einu sinni hlaupið heiman frá mér og út á Olís þó svo ég væri í miklum súkkulaðifráhvarfseinkennum 😉
    Glæsilegt hjá þér þú mátt sko vera
    mikið montin!
    Kveðja Íris Gíslad.

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *