Langloka

Svolítið skrýtið að maður skuli vera að skríða undan blogghýðinu svona rétt fyrir veturinn. Þetta er svona. Ekki allt eins og maður heldur. Djöfull var kalt í morgun. Hélt að ég myndi frjósa fastur við stýrið á leiðinni í vinnuna. Fer í vettlinga næst, það er alveg á hreinu. Alltaf er maður einhvernveginn jafnhissa þegar það kólnar í veðri. Kommonn…Það er kominn október. Það á að vera kalt. Hei…hvað haldiði að hafi gerst í dag? Ég var að keyra lyftarann yfir í port hjá Eimskip til að redda þeim með einhver timburbúnt. Kemur ekki einhver fokking hálfviti útúr portinu á fleygiferð á sendibíl og ég hreinsaði hliðina úr bílnum hjá honum með göfflunum á lyftaranum!! Aldeilis frábært. En allt leystist þetta nú með útfyllingu tjónaskýrslu og svona. En þvílíkt og annað eins! Það er algjört lágmark að menn horfi í kringum sig áður en þeir negla af stað útúr porti og útá götu. OG HANANÚ!! Annars er ég nokkuð hress. Alltaf að spila á gítarinn og svona. Orðinn nánast partýfær, kannski ekki alveg, en nánast. Spurning um að ég haldi uppi stuðinu í þrítugsafmælinu mínu.
Glói braggast hratt og er orðinn 25 kg. Fórum með hann í bólusetningu um daginn og hann var svaka duglegur, vældi ekki neitt þegar hann fékk sprautuna.
Annars er maður orðinn frekar spenntur fyrir Barcelona. Verður mega gaman. Komumst að vísu ekki á leik en það verður að hafa það. Finnum okkur ábyggilega eitthvað annað skemmtilegt til að gera 🙂 Jæja…best að hafa þennan pistil ekki mikið lengri. Veriði góð hvort við annað, annars rasskelli ég ykkur!!

3 thoughts on “Langloka

  1. hæhæ… það er nú alltaf jafn gaman þegar fólk er algjört fifl og keyrir í veg fyrir lyftara.. haha 😉 ég held að þessi óheppni á lyftara eigi eftir að fylgja þér REST OF YOUR LIFE!! hahah.. átt ekki að fara utan dyra.
    En ég var að spá, eruð þið búin að fá pössun fyrir Glóa á meðan þið eruð í Barcelona ?

Leave a Reply to Teddi Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *