Sunnudagsblogg

Sælinú

Sunnudagar eru æðislegir.Sérstaklega þegar veðrið er eins og það er búið að vera í dag. -2° og logn. Smá snjóslæða en ekkert djúpur. Rétt svo til að fela mesta skítinn.

Ég og Pétur og Glói notuðum tækifæri og skruppum í bíltúr upp að Kleifarvatni eins og við gerum svo oft um helgar. Yndislegt að rölta í fjörunni við vatnið og Glóa finnst sérstaklega gaman að hlaupa þar um frjáls og elta bolta eða frissbí disk og busla í vatninu.

Ég var með símann minn nýja og fína í vasanum og tók nokkrar myndir..

dsc00111.JPG

Vatnið var ótrúlega stillt og slétt og speglaðist fallega í því. Þetta umhverfi í kring um Kleifarvatn er nú bara svo ótrúlega fallegt. Móbergið alveg ótrúlega flott.

dsc00113.JPG

Núna í stillunni var algjör þögn. Svæðið er samt mjög vinsælt fyrir mótó krossara og fjórhjól og þannig leiðindi og oft er ströndin alveg útspóluð. Jeppar eru líka oft að spóla þarna eitthvað. Þetta fer mjög í taugarnar á mér.. maður er að rölta þarna í friðsældinni þá koma bara einhverjir kallar á risa jeppum og rúnta þarna um.. þessir kallar ættu frekar að stíga út úr bílnum og hlusta á þögnina eða láta rokið blása um skallann. Það er örugglega mun skemmtilegri upplifun en sú sem þeir fá inní bílnum..

dsc00103.JPG

Hérna erum við svo fjölskyldan í góðum fílíng.

Þegar heim var komið bökuðum við svo vöfflur og gæddum okkur á með rjóma og jarðaberjasultu. Glói er að leggja sig á teppinu sínu og við erum á síðbrókunum í sófanum með kaffibollann að horfa á handboltaleik. Sumsé, fín Sunnudagsstemning.

Næsta vika mun einkennast af mikilli afmælisgleði enda stefnir húsbóndinn á heimilinu sem stormsveipur að fertugsaldrinum!

One thought on “Sunnudagsblogg

  1. Tjá…þetta var nú skemmtilegur dagur, og ekki skemmdi fyrir að fá nýbakaðar vöfflur og íslenskan handboltasigur á eftir! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *