Kjúklingur Jambalaya

Ég og Pési gæddum okkur á þessu um síðustu helgi og ég bara skora á ykkur að prófa!

Þetta þarftu: 4 kjúlingabringur skornar í munnbita, olía, 1 saxaður laukur, 4 hvítlauksrif, 1/2 – 1 saxaður og fræhreinsaður chilipipar, 2 1/2 dl hrísgrjón, 2 dl hvítvín (+ það sem drekka á með), 5 dl kjúklingasoð, 10 risarækju, 4 saxaðir tómatar – helst vel þroskaðir, söxuð steinselja, salt og nýmalaður pipar.

Svona gerirðu: Steikið kjúklingabitana í olíu og geymið svo. Steikið svo laukinn og hvítlaukinn í olíu þar til hann verður svona mjúkur og glær, bætið þá paprikunni og chiliinu útí og steikið áfram í smástund. Svo er hrísgrjónunum bætt útí líka og þau steikt í smá stund með hinu. Þá er hvítvíninu hellt útí, hrært og látið malla smá. Svo er kjúklingasoðinu líka hellt útí og lok sett á pottinn og látið sjóða þar til grjónin eru soðin. Þá er rækjunum bætt við (auðvitað er skelin tekin af fyrst) og þær látnar malla með þangað til þær verða bleikar. Það tekur sirka mínútu eða tvær. Að lokum er tómötunum og kjúklingnum hrært saman við og allt kryddað með salti og pipar og steinselju.

Að lokum: Þessi uppskrift, upphaflega úr gestgjafanum en þar aðeins öðruvísi, er upprunin frá Louisiana. Þar er algengt að blanda saman skelfiski og kjúklingakjöti. Þetta myndi flokkast undir creola matargerð. Þetta er bara best í heimi! Ótrúlega gott. Gott að borða nýbakað massabrauð kollu sætu með þessu og sötra hvítvínið. Þessi réttur er sko algjör uppáhalds

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *