enn um mat..

Var að setja meeehega uppskrift á uppskriftarvefinn.. Kolla bjó sér til samloku  í gær, kjúklingasamloku fermingardrengsins, og ég fékk að setja hana á vefinn minn.. endilega kíkja á það. Svo vil ég minna á að það er hægt að kommenta á uppskriftirnar.. hver þorir að vera fyrstur??

Ég er ýkt hress í dag. Mjög gaman í vinnunni og brjahálað að gera. Það var mjög skemmtilegt konukaffi að tilefni Konudagsins sem er á sunnudaginn. Kökur og brauðbollur og allskonar gúmmelaði.. og ég fékk rós og allt! Mjög æðislegt allt saman. Svo var boðið upp á heilsufarsskoðun í vinnunni þar sem ég var mæld í bak og fyrir, hæð, þyngd, blóðþrýstingur, kólestról og þannig. Ég er bara í mjög góðu ámigkomulagi. Konan sagði það… og við trúum konunni.

Rólegheita helgi framundan og bara ekkert sérstakt planað. Bara þetta hefðbundna, út að labba og leika við Glóa og Pésa.. kanski elda eitthvað gott, baka eitthvað gott.. taka til.. horfa á eurovision kanski.. fá sér kanski irish.. horfa kanski á einhverja bíómynd.. kanski bara, ha.. tjá..

Núna ætla ég hinsvegar að elda lambakótilettur með hrísgrjónum og karrísósu.. og ananas.. svona eins og pabbi gerði svo oft í gamladaga..

dæs.. hvað mig langar í pabbamat..

5 thoughts on “enn um mat..

  1. hæhæ, það er aldrei að vita að maður kíkji til ykkar í eina netta keilu 😉 þannig að hafið símann við eyrað, kveikt á Wiii og með pinnann volgann haha 🙂

  2. Ég ætla að prófa þessa kjúllasamloku og svo kommenta ég á hana. bara ekki núna því klukkan er bara átta að morgni skoh-ég nenni ekki að elda svona snemma.

Leave a Reply to Heiða Björk Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *