Jógúrtbollurnar hennar tengdamömmu

Svo gómsætar!

Um helgina síðustu þá vorum við Kolla systir í þvílíku bökunarstuði og á laugardeginum ákváðum að baka eitthvað sem er bæði ótrúlega gott og auðvelt að grípa í þegar mann langar í ‘eitthvað’. Kolla ákvað að baka kanilsnúða og ég ákvað að baka þessar muffins. Þær áttu að vera með kvöldkaffinu á laugardeginum og svo til að narta í næstu daga. Það er skemmst frá því að segja að þetta kláraðist næstum allt á laugardagskvöldinu!

Þetta þarftu: 3 egg, 400gr sykur, 250gr smjörlíki lint, 600gr hveiti, 1/2 tsk natron, 1/2 tsk salt, 1 dós kaffijógúrt, 2msk heitt vatn, 2 tappar vanilludropar, 1 poki spænir

Svona gerirðu: Öllur draslinu blandað saman og sett í svona muffinsform. Bakað við 190°C þartil bollurnar eru orðnar ljósbrúnar að ofan.

Að lokum: Þetta er uppskrift frá tengdamömmu minni henni Konný. Hún bakaði þetta oft þegar Pétur og systkini hans voru yngri. Pétri finnst þetta bara það besta í heimi! Uppskriftin fyllir alveg stóra macintosh dollu og það er ekkert betra en að stelast í hana. Við bökum þetta stundum við sérstök tækifæri og klárast þá skammturinn ansi fljótt!!  Ég hef sett svona síríus konsum súkkulaðibita í staðinn fyrir spæni stundum og það er líka alveg rosalega gott. Ég prófaði í þetta skiptið að setja formin í svona sérstaka möffins ofnplöru og það var ferlega þægilegt því þá fletjast þær ekkert út og verða mjög lögulegar. Algjör skylda að drekka ískalda mjólk með!!

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *