MYNDIR!

Jæja, í dag er han Hrafn Tjörvi minn búinn að vera heima og ég líka til að halda honum selskap. Hann er með svo mikinn hósta og nokkrar kommur þannig að við ákváðum að það væri kanski bara best að taka því rólega í dag og sleppa leikskólanum..

Núhh.. Ég ákvað að því tilefni að vera dugleg að hrúga inn myndum á myndasíðuna og viti menn, nú eru komnar inn myndir frá því í apríl, maí, júní, júlí og ágúst!! Geri aðrir betur! Myndirnar eru að sjálfsögðu læstar og aðeins fyrir trygga lesendur kúrbítsins að skoða og ef þið viljið sjá þá er um að gera  að senda mér línu og fá aðgangsorðið 🙂

Svo megið þið líka endilega skilja eftir skilaboð og segja okkur hvað myndirnar eru frábærar 🙂

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *