Já heillin..
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Komin heim í heiðardalinn! Aaahh ferskt nesjaloftið :o)
Já heillin..
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Komin heim í heiðardalinn! Aaahh ferskt nesjaloftið :o)
< tilkynning >
Nýjasta nýtt á uppskriftavefnum mínum fína er ótrúlega spennandi og girnileg uppskrift af afrískum kjúklingi. Það var hún Helga Rún pæja sem sendu mér hana alla leið frá Álaborg!
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að fá sér þetta geggjaða gúmmelaði í matinn.
< / tilkynning >
Þessi vinnudagur er búinn að vera einn sá erfiðasti sem ég hef bara upplifað.. hann byrjaði á því að harði diskurinn í tölvunni minni hrundi. Það má samt alveg segja grínlaust að það hafi verið það hafi verið minnsta vesenið í dag..
Mikið var ég glöð þegar ég var komin heim. Pési minn eldaði handa mér himneskt spaghetti og ég fór í himneska sturtu. Nú vorum við að enda við að horfa á ansi hressa bíómynd og ég er alveg endurnærð núna þegar bakvaktin er að byrja..
jæja jæja.. þá er allt þetta þrítugsafmælis stúss að baki og þetta dagsins daglega tekið við að nýju. Það er ljúft. Afmælishelgin mín var alveg frábær! Öll þið sem komuð við sögu, bara takk kærlega fyrir mig! Þið eruð æði og ég er í skýjunum :o)
Ég er nú byrjuð að vinna eftir vaktatöflu í vinnunni. Já, sumarvertíðin er skollin á og hún byrjar með stressi. Ég að sjálfsögðu byrja á bakvaktinni. Verð á bakvakt alla vikuna og fram á næsta mánudag! Sem þýðir að ég svara neyðarsímanum þegar einhver af okkar túristum er strandaglópi einhversstaðar með sprungið dekk eða án hótelrúms eða eitthvað annað álíka skemmtilegt vesen. Það er vægast sagt stressandi get ég sagt ykkur. Ég var alveg með kvíðahnút í maganum í allt gærkvöld og svaf mjög illa í alla nótt því ég var svo mikið að bíða eftir að einhver myndi hringja. Sem svo gerðist ekki. Í kvöld verð ég svo á vakt niðri á skrifstofu til klukkan tíu og á neyðarsímanum eftir það. Veit ekki alveg hvort mér finnst þetta sniðugt..
Þetta á eftir að vera forvitnilegt sumar.. ef það kemur þá einhverntíma sumar! Hvað er eiginlega málið með rokið og rigninguna?
æjá..
fertugsaldurinn nálgast á ógnarhraða! Að hugsa sér að ég sé að verða þrítug! Það er magnað afrek finnst mér. Afmælisveislan mín verður um helgina og ég er orðin mjög spennt. Enda ekki haldið uppá afmælið mitt síðan ég var bara 10 ára held ég, svei mér þá. Það gerir þetta allt ennþá skemmtilegra.. já og afmæliskjóllin minn sem ég er búin að kaup mér.. hann er algjört æði. Hlakka mjög mikið til að vera í honum. Ég hlakka líka til að hitta allt fólkið mitt sem kemur í heimsókn.. Það verður best :o)
æjá, gleymdi að segja frá því að ég setti inn nokkrar myndir teik a lúk !
Var að koma heim úr klippingu.
Ég er ótrúleg pæja.
Dagurinn hefur annars einkennst af harðsperrum.
Útum allt.
Ég er eiginlega farlama.
farlama pæja :o)
jæja, eru ekki allir hressir?
aaaaaahhhhhh.. ég er hress. er sko búin að vera óhress í meira en viku. Flensan, þið skiljið. Nú er ég orðin hress. Fór í pallatíma áðan með kollu. Drukknaði næstum í eigin hori en aaaaahhhhhhh hvað það var gott að hreyfa sig. Gufan var líka góð.
Afmælisveisluundirbúningurinn er kominn á fullt skrið. Það verður stuð að halda veislu. Ég hef eiginlega aldrei haldið veislu þannig að það fylgir mikill spenningur. Búin að kaupa mér meiraðsegja nýjan kjól og allt! Nú er ég semsagt stolltur eigandi kjóls.. og það er nú ekkert smáræði :o)
Rosa gaman í vinnunni líka. Farið að vera ansi mikið að gera og álagið eykst með hverjum deginum. En það er bara svo mikið stuð í vinnunni að það er bara í fínu lagi. Fékk vaktaplanið fyrir sumarið og það er bara uppa á ansi marga fiska. Er bara alltaf í fríi þegar ég vildi vera í fríi! Mjög gott
Fínt alveg hreint.
aaaaaahhhhh frí á morgun. Ég elska vikur með tveimur föstudögum :o)
áfram Bulls!
Keyptum okkur unit..
-nú getum við aldeils jimmað
je
Beðið eftir Pésanum
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Jæja, eru ekki allir komnir í júróvisjón gírinn? Ég er í gebba stuði sko, bara smá óþolinmóð að bíða eftir Pésanum.. Tjájá