Jæja, hvert vorum við komin?
Já, alveg rétt, það kom nýtt ár. Við vorum á Hornafirði um áramótin og tókum á móti nýja árinu í faðmi fjölskyldunnar og Ketillaugafjalls. Vöknuðum á nýársmorgun í himneskri sól og einstakri Nesja-blíðu. Ekki hægt að hugsa sér ferskari byrjun.
Fyrsti stóratburður ársins var brúðkaup Árna Gríms frænda míns og Steinunnar hans í Dómkirkjunni. Þegar þau voru orðin hjón var stórkostleg veisla á Hótel Borg. Ég og Pétur nýttum okkur þessa mögnuðu veislu vel og dönsuðum eins og lífið ætum að leysa. Ótrúlega gaman.
Eftir þetta skemmtilega kvöld tók við alvara lífsins. Eldhúsið. Já við rústuðum eldhúsinu okkar algjörlega. Hentum því fram af svölunum í orðsins fyllstu merkingu. Keyptum nýja innréttingu, ísskáp, UPPÞVOTTAVÉL, kork á gólfið, flísar á vegginn og svo byrjuðum við að byggja með hjálp góðra manna. Núna er farið að síga á seinni hluta þessara framkvæmda, við erum byrjuð að nota eldhúsið, búin að prófa að elda á nýju eldavélinni, búin að þvo í nýju uppþvottavélinni og búin að borða cheerios við nýja barborðið í nýju barstólunum. Það sem eftir er að gera er svossem ekki mikið. Eigum eftir að flísaleggja milli skápa, leggja listana, kaupa ljós og gufugleypi. Einnig er markmiðið að kaupa eitthvað fínt borðstofuborð inní stofu og stóla svo við getum nú boðið ykkur í kaffi!
Hvað get ég svosem sagt meira? Eldhúsið okkar verður flottara en ég hefði getað ímyndað mér! Ég er svo haaaaaaaaamingjusöööööööm eheheehehe :o)
Myndir eru væntanlegar á myndasíðuna.. stay tuned!
All posts by Heiða Björk
Kúrbíturinn er kominn í loftið!!
Já, henn er kominn í loftið aftur blessaður.. Tókum okkur loksins tíma í að stinga honum aftur í samband.
Kíkið við aftur seinna og lesið vænan pistil
Protected: Hann á afmælí dag..
á kaffihúsi

03-01-07_1554.jpeg
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Elías biður að heilsa..
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Gleðileg jól elskulegir lesendur kúrbítsins. Hafið það glimrandi gott! Heiða og Pétur
Yndisleg aðventa

Yndisleg aðventa
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Snillingakaffi og súkkulaðibitasmákaka
Jarðaberjasulta
Mér finnst jarðaberjasulta æði.
Var að borða ristað brauð með osti og jarðaberjasultu og ég held bara að það sé næstum því uppáhalds maturinn minn.
Jarðaberjasulta og rjómi er líka algjört æði. Á vöfflu til dæmis. Gebba gott. tjá..
American Style
Pési sæti á Stælnum.. Nenntum bara alls ekki að elda okkur mat sjálf í kvöld.. Eða vaska upp..
Dugleg
jibbý!!
Mér tókst að koma pakkanum til Þorgríms í Belgíu í póst fyrir síðasta séns! Þannig að Elsku Toggi minn þá er pakki á leiðinni til þín. Jólapakki. Bannað að opna fyrr en á jólunum :o)
Annars finnst mér svolítið glatað að það þurfi að skrifa utan á pakkann hvað er í honum. Ég tók það fram að þetta væri gjöf og konan hjá póstinum merkti eitthvað x við það. En samt þurfti ég að segja hvað væri innihald pakkans og hún að skrifa það utan á hann. Semsagt algjörlega tilgangslaust að pakka inn í jólapappír.. Ég tók það að sjálfsögðu fram við dömuna að þetta væri nú frekar asnalegt .. Þannig að, Toggi minn, þú mátt ekki lesa á litla græna miðan sem er framan á pakkanum þínum.
Ég hef það semsagt bara fínt þakka ykkur fyrir.. soldið svöng bara.
Niður með þig mynd
jæja, voruð þið ekki orðin þreytt á að hafa þessa mynd þarna efst? Það var ég. Hún var alveg að fara með mig. Ekki það að mér finnist þetta eitthvað slæm mynd. Þvert á móti. Mér finnst þetta mjög flott mynd. Hún var bara alveg að fara með mig út frá skipulagsáráttunni minni. Hún er allt of stór. Passar ekki í skipulagið. fattið þið? úff.. þetta er svona eins og að hafa mynd skakka uppá vegg. Ég meika það ekki og rétti þær alltaf við. Meira að segja ef ég er í heimsókn hjá einhverjum. Mér fannst nú samt einum of langt gengið að fara að taka myndina af blogginu. Þá væri eins og ég hefði ekki stjórn á þessari áráttu minni. Ég get sko alveg stjórnað henni.. *hóst*
Allavega.. jólin eru að koma. Við erum búin að fara á Jólahlabba (Kolla snillingur að búa til svona skemmtilegt orð heheh), erum líka búin að fara og sjá Casino Royale með nýja James Bond-inum sem er alveg ógóþroskómongóvangómegagebba góð og Bondinn langflottastur. Kolla systir er líka búin að baka handa okkur hinar mjúkustu hveitibollur og gefa okkur heitt súkkulaði í hinu árlega aðventukaffi. Himneskt. Við erum búin að búa til aðventukrans og kveikja á einu kerti. Jólakaktusinn er í fullum blóma. Það eru jólaljós í stofuglugganum mínum og jóladagatalið mitt er komið upp á vegg (pakkalaust samt). Ég er líka byrjuð að föndra jólakort. Jólastemningin er semsagt komin á. Enda jólin að koma :o)
