Jæja, kominn mánudagur.
Ég er í vinnunni eins og endranær. Var að vinna um helgina og gerði bara ekkert merkilegt. Drakk kaffi, fór í göngutúra og hjólatúr, horfði á Prison Break (sem er ykkur að segja alveg að gera út af við mig það er svo spennandi), las í bók, borðaði góðan mat og spjallaði.. svona dæmigerð rólegheit. Verð í fríi næstu helgi og ég hlakka mjög mikið til. Það getur reynt ansi mikið á þolinmæðina mína að vinna hérna í 12 daga án þess að fá frídag með brosið og kurteisina á fullum styrk. Það er samt bara gaman í vinnunni og fullt af skemmtilegu fólki sem ég hitti á hverjum degi. Einn og einn fýlupúki flýtur með.
Má ekki vera að þessu spjali samt, brjálað að gera!
All posts by Heiða Björk
Jisússsssminn!
Þetta Nylon lag er gjörsamlega búið að taka sér bólfestu í hausnum á mér… Það er að gera út af við mig. Væri frekar til að vera með stanslausan fjörfisk í auganu í viku!
Langur dagur
Langur mánudagur eftir yndislega helgi. Eyddi henni HEIMA hjá mér með mínum kæra. Fór líka út að borða og sá súpermann í bíó og hitti kollu og fjölsk.. en vá hvað það var yndislegt að koma heim. Loksins.. eftír tvo mánuði. Nú er ég aftur komin í sveita sæluna. Lagði af stað úr bænum klukkan sjö í morgun, er núna í vinnunni og verð til klukkan níu í kvöld. Á örugglega eftir að sofna værum svefni í kvöld, þó svo ég hafi glaymt sænginni minni heima..
kveðjur..
Nick og Alessandro
Ég geri lítið annað þessa dagana en að hugsa um fótbolta og Nick Cave. Ég er orðin svo spennt fyrir þessum Nick Cave tónleikum að ég er bara að fara yfirum. Hlusta auðvitað eiginelga bara á hann og vellti í leiðinni fyrir mér hvaða lög hann eigi eftir að taka á tónleikunum, hvernig hann verði á sviðinu og svoleiðis. Úff þetta verður æði. Ég lifi semsagt í Nick Cave dagdraumi.
Þegar ég er ekki að hugsa um Nick Cave þá er ég að hugsa um fótbolta. HM nánar tiltekið. Er ennþá í sæluvímu eftir að Ítalirnir komust áfram í gær. Það var meiriháttar leikur. Sá að vísu ekki nema framlenginguna í beinni útsendingu en vá.. það var alveg nóg. Þvílíku mörkin! Ótrúlega er ég ánægð með minn mann Alessandro Del Piero… Það var sko alveg kominn tími á að hann skoraði. Og þvílíka markið!! fjúhh.. Það lá beint við að ég sat á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og var að gæða mér á lasagne og rauðvíni á meðan snilldin átti sér stað. .
Núna sit ég bara í vinnunni og fylgist með leik Portúgala og Frakka á netinu. Eitt-núll fyrir frakka enn sem komið er.. Mér er alveg sama hver vinnur þennan leik. Vona samt að Portúgalir vinni því pabbi og mamma halda með þeim. Það yrði sérstök stemmningin á heimilinu ef Ítalir og Portúgalir myndu mætast í úrslitum………..
Í T A L Í A ! ! ! ! !
ahhh…. þvílíka snilldin. Frábært alveg. Takk strákar, fyrir að skora ekki fyrr en ég var komin heim úr vinnunni…
tjáh
þetta var mjög góð helgi. Ég skemmti mér stórvel. En þið?
Er núna í vinnunni. Dagur 1 í 12 daga vinnutörn. Frábært veður hér í dag. sól og blíða……
Framundan hjá mér…
Eins og glöggir einstaklingar og Hornfirðingar sérstaklega vita þá er hin eina og sanna Humarhátíð framundan. Nánar tiltekið um helgina! Við kúrbítar ætlum að sjálfsögðu ekki að láta okkur vanta og munum hefja partístandið í Sindrabæ í kvöld. Þar mun vera spænsk veisla með tapas réttum og sangriu og flamenco dansi og bara öllu tilheyrandi. það verður örugglega ekki leiðinlegt. Áður en það gerist ætla ég nú að skella mér í stafgöngu með nokkrum eldhressum kvinnum og mömmu og pabba. Á morgun verður humarhátíðin svo sett með glamúr en áður en það gerist mun ég fara ásamt öðru merkilegu fólku á opnun Þórbergsseturs í Suðursveit. Ég hlakka svaka mikið til að sjá hvernig þar hefur til tekist. Ég á von á miklum merkilegheitum þar á bæ. Svo kemur að humarhátíðinni. Við kúrbítar erum nú ekki alveg búin að ákveða hvar við verðum og hvenær, hvar við dönsum og hvar við borðum humar en það verður örugglega á morgum stöðum. Ég hlakka samt mest til þess að grilla með öllum systkynum hans Péturs og foreldrum á laugardagskvöldið. Það er langt síðan við höfum verið öll saman á sama stað á sama tíma. Fyrir löngu orðin tímabær grillveisla verð ég að segja. Á sunnudaginn verð ég örugglgega bara í rólegheitunum og nýt þess að vera í fríi. Það er langbest.
Hei já.. vissuð þið að við erum að fara á NICK CAVE!!!
ígs!

God is in the house!


