All posts by Heiða Björk

Dósakerling

Það er ég.
Ég var að taka til niðrí geymslu áðan. Tók saman allar dósirnar og flöskurnar, sorteraði og taldi í poka. Þetta tók alveg einn og hálfan tíma og var alveg hellings púl. Svo fór ég í endurvinnsluna og skilaði draslinu. Svo fékk ég útborgað!. Ég græddi 4041 krónu! það er enginn smáræðis hellingur. Ágætis laun fyrir að taka til eftir sjálfan sig.

Fórum í gær á tónleikana og það var algjört æði!
Þau voru öll frábær. Slowblow voru meiriháttar, miklu skemmtilegri en ég bjóst við. Smog stóð alveg undir væntingum og rúmlega það. Joanna Newsom var stórkostleg. Hún er alveg stórkostlega mögnuð. Pínkulítil og sæt og eiginlega ekki hægt að hlusta á hana óbrosandi. Mér finnst líka magnað hvernig það er hægt að hamast svona á hörpunni eins og hún gerir og syngja um leið. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta. Hún spilaði þrjú ný lög sem voru öll mjög góð, en kanski full löng. Örugglega rúmar 10 mínútur. Pétur dottaði meira að segja í lengsta laginu (hann sofnar nú alltaf í kirkju hehehe) sem var næst síðasta lagið. Kanski engin furða.. mjög rólegt andrúmsloft í kirkjunni og fólk farið að sitja og liggja á gólfinu. Tónlistin róleg og seiðandi. Ekta tónlist til að kúra við. Frábærir tónleikar alveg!

Tónleikar í kvöld

Jibbý!
Joanna Newsom, Smog og Slowblow í kvöld í Fríkirkjunni. Hlakka mjög mikið til. Hlakka mest til að sjá Smog. Hann er algjört yndi. Við erum bara nýbúin að fatta hann og búin að hafa hann í eyrunum síðan. Það var eitthvað sem small.

Flottur Smog. Hann heitir samt held ég Bill. Hann er líka kærastinn hennar Joönnu Newsom. Hlakka til í kvöld :o) Jibbý!

móment

Ég upplifði mjög skemmtilegt móment í dag.
Ég var úti að labba/skokka í Elliðárdalnum. Það var mjög gott veður, frekar hlýtt, nýbúið að falla skúr og sólin eitthvað að kíkja. Ég var með iPodinn minn í eyrunum og var alveg að fíla mig í tætlur. skokka.. labba.. skokka.. osfrv.. Svo kom mómentið. Það byrjaði að hellirigna. þráðbein og grenjandi rigning. Á nánast sama andartaki byrjaði uppáhalds lagið mitt í iPodinum. Stórkostlegt móment! Þvílík og önnur eins hamingja!

En allavega. Þetta er uppáhaldslagið mitt í dag
Belle and Sebastian – Sukie in the graveyard

Veðurfréttir

Þvílíka blíðan!
Yndislegt veður búið að vera það sem af er sumarfríinu mínu. Fyndið að liggja á teppi í sólbaði í 20 stiga hita og það er ekki einusinni komið grænt gras eða lauf á trén. Vorum á Þingvöllum í gær. Bökuðum pönnsur, helltum kaffi í thermosinn og skelltum okkur í pikknikk. Það var geggjað. Vorum þar allan gærdaginn á stuttbuxum og hlýrabolum. Æði. Á laugardaginn gengum við um miðbæinn með HH og UTB í álíka blíðu. Bærinn var pakkfullur af fólki og stemningin frábær. Það var svona “útlanda stemning”. Á laugardagskvöldið grillaði pétur handa okkur lambafilé.. var svo flott grillað hjá honum að ég held ég hafi bara aldrei smakkað eins gott lambakjöt i livet. Maðurinn er snillingur segi ég. Seinna um kvöldið komu Mathilde og Helmut í heimsókn og fyrr en varði var ég búin með hvítvínsflöskuna.
Í dag hefur eitthvað leiðinda mistur lagst yfir reykjavíkina og ég sé ekki einu sinni í Akrafjallið út um eldhúsgluggann. Venjulega sést auðveldlega á Snæfellsjökul.. þetta skemmir svolítið fyrir annars fallegu veðri.
Hápunktarnir hjá mér í dagskráinni eru klipping klukkan hálf þrjú og saumaklúbbur í kvöld.

Letingi

Þetta eru nú meiri leiðindin alltaf í þessu sjónvarpi.
Það er bara allt leiðinlegt. Eru ekki allir komnir með leið á Raymond? Það er ég, fyrir löngu! Svo fer hann svo í taugarnar á mér þessi rauðhærði í CSI Miami. Svo var einhver bikarleikur í handbolta sem ég nennti ekki að horfa á.. Það er líka tómur sori á þessum sirkús.
Ég hefði auðvitað getað staðið upp og sleppt því að horfa á sjónvarpið. En ég er allt of löt til þess í kvöld. Mér er illt í bakinu. Pétur er búinn að vera á húsfundi í tvo klukkutíma að tala um garðdaginn sem er framundan. Voða tíma tekur þetta! Ég nennti ekki að fara. Eins gott að það hafi ekki verið kökur..
Æh hvað ég á bágt í letinni..

sumar og sól

Vá, það er bara kominn maí!
magnað..
Þetta verður örugglega frábær mánuður. Ég byrja í nýrri vinnu seinni part mánaðarins (segi betur frá því seinna) og hlakka mikið til. Skólinn er kominn á hold í óákveðinn tíma og ég verð því að fara á fullt að vinna fyrir mér. Það er ekkert við því að gera og ég fagna bara tilbreytingunni.

Helgin síðasta var löng og skemmtileg þar sem meðal annars þetta gerðist:
– Ég drakk kaffi á svölunum mínum við nýja kaffiborðið.
– Ég fór í grillveislu
– Mér var boðið út að borða á nýja kaffi parís.
– Ég fór í sólbað á svölunum mínum, hlustaði á iPodinn minn og las bók
– Ég stóð í rigningu/slyddu/hagléli undir regnhlíf á Ingólfstorgi og hlustaði á góða lifandi tónlist (NB sama dag og ég var í sólbaði)
– Ég dansaði og fíflaðist heima hjá mér
– Ég svaf mjög vel.
– Ég gerðist hárgreiðslukona og gaf húsbóndanum nýtt lúkk.

Framundan hjá mér er bara sumarfrí þangað til vinnan byrjar. Þetta þýðir semsagt áframhaldandi kaffibollar á svölunum í morgunsólinni. Það verður stuð hjá mér :o)