All posts by Heiða Björk

myndbloggavesen

Ég er búin að vera að reyna að myndblogga með símanum mínum í allan dag og það virkar ekki. Fattaði þá að ég hef ekki myndbloggað síðan við breyttum um útlit á kúrbítnum og byrjuðum að nota eitthvað svona beiski templít frá blogger í staðinn fyrir mitt fagurhannaða templít sem við notuðum áður. Var eitthvað að skoða stillingarnar en fann ekki neitt hvað getur verið að. skiliddiggi. Er skráð hjá hexíu púnktur net.. en færslurnar koma ekki einusinni þangað inn. kann einhver eitthvað? verð að geta myndbloggað með geggjaða pæjusímanum mínum!

þreyttir vöðvar…….

Fór í leikfimi í morgun. Það var þrektími, lóð og lyftur og beygjur allskonar. mjög skemmtilegt sko, en afskaplega erfitt. Ég er ótrúlega þreytt. Langar að fara í bað.. með einhverju æðislegu svona ilmolíudóti, bað sem er þægilegt að liggja í (semsagt ekki mitt bað), bað sem verður ekki kalt eftir 5 mínútur, kertaljós og Damien Rice í græjunum.. maður lifandi hvað það væri æðislegt! En þetta eru auðvitað bara draumórar í mér. Ég fer kanski í bað í kvöld, sem er óþægilegt að liggja í, með engu ilmolíudóti, sem verður strax kalt.. og hlusta á damien rice við kertaljós 🙂

Rokkarar

Þetta finnst mér alveg mögnuð frétt! klikkaðir rokkarar hér á ferð, til í allt og við öllu búnir hehehehe æjæj..

Ég er andlaus að reyna að læra. Eins og það gekk vel í gær og ég skrifaði eins og vindurinn kemur ekki stafur upp úr mér í dag. þetta jafnast semsagt út í tvo meðaldaga.. góða helgi 🙂

I saw you in the curve of the moon

Jæja kæru gestir. Þá er komið að því sem við höfum öll verið að bíða eftir. Allavega ég .. já og Pétur. Hin stórglæsilega smáskífa All because of you með snillingunum í U2 er komin út! Hún er gefin út í tveimur geisladiskum og dvd diski og innheldur svo mikið stórkostlegt efni að ég má vart til þess hugsa.. t.d. Nýja útgáfu af Miss Sarajevo sem var tekið upp á tónleikunum á San Siro í sumar. Ef það var eitthvað í líkingu við það sem við sáum á Parken.. Pavarotti Smavarotti, þú hefur sko ekkert í Bono :o) ég fæ bara gæsahúð! Ég verð að eignast þessa smáskífu. Í dag. Vona að hún sé komin hingað á skerið. Það hlýtur að vera.. (krossa putta allir saman).
Annars er bara nóg að gera í dag.. Hreyfing, skólinn, þinglýsa, kaupa smáskífu.. Plííííís vera til!

White Stripes

Ég er orðin mikill White Stripes aðdáandi. Mér finnst þau frábær! Nýja platan þeirra, Get behind me Satan er alveg frábær. vex og vex með hverri hlustun. Ég er að hlusta á hana í þessum töluðu orðum… Ég sá tónleika með White Stripes (eða tónleikabrot öllu heldur) og mér fannst þau svo geggjuð að ég var næstum bara orðlaus af hrifningu. Einhverntíma ætla ég að kaupa mér trommusett og verða jafn kúl og Meg White. Ég og Pési stofnum bara hljómsveit. Hann getur alveg lært að glamra á gítar. Við verðum sko ótrúlega flottar rokkstjörnur….

Kalt

Já, mér er kalt. Það er alltaf kalt á þessari skrifstofu. Ég er samt í jakkanum og allt! Svo dynur líka í rigningu á þakglugganum. Þannig að ég reikna með að það sé rigning úti. Það er líka hávaði í þessari skrifstofu. Það er eitthvað fjárans loftræstidæmi hérna sem er ekki hægt að lækka í. suðar alveg í hausnum á mér. Reyni að vera með heddfón í eyrunum á meðan ég er hérna. Það getur samt verið pirrandi þegar herbergisfélaginn minn er að reyna að tala við mig. Held hún sitji oft og tali við mig án þess að ég heyri í henni. Þetta er semsagt hvimleitt vandamál. Kemur út eins og ég sé argasti dóni með prik uppí rassgatinu þegar ég svara henni ekki þegar hún talar við mig. Sem er auðvitað ekki tilfellið..
Í hádeginu fór ég í stelpnaboð hjá Hrafnhildi. Hitti líka Sunnu og Kollu. Borðuðum brauð með osti og grænt te með engri mjólk í. Hún var útrunnin. Alltaf gaman að hitta stelpurnar :o) Á eftir ætla ég á meistaraprófs fyrirlestur um myndun og mótun Rangárvalla og í kvöld ætla ég að hitta bekkjarsystur mínar í saumaklúbbi. Nú ætla ég að fá mér kaffi svo mér hlýni. Nóg að gera..