All posts by Heiða Björk

Vort daglegt brauð

Vort daglegt brauð er harðsperrur. Síðasta vika hefur einkennst af þessu skemmtilega fyrirbæri. Já skemmtilega. Því þó svo þær séu sársaukafullar þá er það svona góður sársauki. Sársauki sem lætur mig vita að ég er þó allavega ennþá með vöðva. Ég var farin að halda að þeir hefðu bara yfirgefið mig. Tjah, allir nema axlarvöðvarnir því þeir láta mig stöðugt vita af sér.. en það er önnur saga. Já, Við erum semsagt byrjuð í ræktinni. Á fullu. Það er geggjað stuð hjá okkur. Við tökum hnébeygjum, bekkpressu, magaæfingum, vöðvunum og öllu hinu sem fylgir fagnandi. vúhúú!! klappklappklappklapp..

Jæja..

Þá er þetta komið í bili. Breytingarnar verða ekki mikið fleiri. Allavega ekki neinar stórvægilegar. Bætum kanski við einhverjum linkum seinna en nú er nóg komið. Hvernig lýst ykkur á? frekar svona “plein” og “beisik” alltsaman er það ekki? Æhh, mér finnst það best. Einfalt er best. Látið endilega vita ef við erum að gleyma að linka á einhvern….

Flugu”frelsari”

Á þessum tíma ársins gerist það iðulega að stórar og feitar flugur kíkja inn um opna glugga til þess að hlýja sér. Ekki furða, það er að kólna og þær alveg að fara að geispa golunni. Þær leita á hlýrri staði. Mennirnir gera þetta líka. Eldra fólk flykkist til kanarí þegar veður fer kólnandi. Í stórum stíl. Í massavís. Mér finnst þetta ekkert sérstaklega skemmtilegur siður, allavega ekki hjá flugunum. Mér er ekkert vel við flugur. Sérstaklega ekki þegar þær eru hávaðasamar og upptjúnaðar í andaslitrunum eins og þessa dagana. Þær eru ekki velkomnar í mínum húsakynnum. Þessvegna fer ég á veiðar þegar þær birtast. Ég verð flugufrelsari, vopnuð glasi og blaði, sem fangar flugur og veitir þeim frelsi sitt aftur úti á svölum. Í dag er ekki búið að ganga sérlega vel. Ég er búin að eiga tvo misheppnaða flugufrelsunar veiðileiðangra í dag. Í öðru tilfellinu var flugan svo svakalega taugaveikluð að hún óvart kramdist þegar ég ætlaði að smeygja blaðinu undir glasið. Algjört slys. Hitt tilfellið flokkast undir flugufrelsara gáleysi. flugan, sem var hin þægasta, drukknaði óvart í mjólkurdropa sem var í botninum á glasinu.

*glans*

mikið finnst mér alltaf gaman þegar ég/við erum nýbúin að þrífa íbúðina hátt og lágt.. það verður allt svo hressilegt í kring um mann. ferskt loft, glampar og glansar af öllu. yndislegt alveg hreint. uppáhalds tíminn minn að þrífa er eftir hádegi á föstudegi. þá er einhvernveginn ekki séns að helgin verði leiðinleg. hvernig getur verið leiðinlegt þegar allt er svona glansandi og fínt? það er ekki möguleiki.. í morgun vaknaði ég með hausverk og var frekar fúl yfir því að vera ekki að fara á Franz Ferdinand tónleikana í kvöld. ég tók út fýluna og hausverkinn með því að skrúbba allt og pússa með Franz í botni í græjunum. það svínvirkar. góða skemmtun á tónleikunum þið sem farið, þið verðið örugglega ekki fyrir vonbrigðum 🙂
p.s. vá! hvað do you want to? er geggjað lag!


Ég á einn sætan og skemmtilegan frænda sem er tveggja ára í dag. Það er hinn eini sanni Tómas Orri sem hér sést gæða sér á snakki. Til hamingju með afmælið sætastur :o) og Matta og Hjálmar til hamingju með frumburðinn!

aaaahhhhhh!!

Ég er komin heim til mín. æh hvað það er alltaf gott. Nú þarf ég ekki að fara neitt fyrr en eftir allavega nokkrar vikur. Ég get meira að segja tekið upp úr töskunum í þetta skiptið! vúhú!!
Það er annars mikið að gerast í afmælum þessa dagana. í gær átti hún Unnur vinkona mín afmæli og í dag á hún Sædís vinkona mín afmæli. Til hamingju stúlkur mínar :o)