..hvað running to stand still með u2 er geggjað lag..
ég get hlustað á það á rípít endalaust án þess að fá leið.
elskaða!
All posts by Heiða Björk
Stemning og afmæli
Er komin til Hornafjarðar enn eina ferðina. Komum í gærkvöldi, ég og bræðurnir báðir. Til stendur að vera hérna þessa vikuna og reyna að koma þessu námi mínu í einhverja stemningu eftir langvarandi vesen. Vona að það takist. Pétur heldur uppi stemningunni í Reykjavíkinni.
Það var sko stemning á okkur síðustu helgi. Ég og Elías skelltum okkur til Reykjavíkur. Takmark mitt með ferðalaginu var að heilsa upp á Möggu tönnsu, Todmobile, sjá flugeldasýningu, sækja Toggster og knúsa Pésa. Það er skemmst frá því að segja að ég fór létt með þetta allt saman og vel það 🙂
Hún Eva saumaklúbbssystir mín átti stórafmæli í gær, 22. ágúst! Ef þú ert að lesa þetta Eva, þá óska ég þér til hamingju með þetta merkisafmæli 🙂
Myndablogg

Pési og Elli á menningarnótt.. Í banastuði!
Myndablogg
Góður dagur verður betri með U2.
Take these shoes
Click clacking down some dead end street
Take these shoes
And make them fit
Take this shirt
Polyester white trash made in nowhere
Take this shirt
And make it clean, clean
Take this soul
Stranded in some skin and bones
Take this soul
And make it sing
Take these hands
Teach them what to carry
Take these hands
Don’t make a fist
Take this mouth
So quick to criticise
Take this mouth
Give it a kiss
What no man can own, no man can take
Þetta eru textabrot úr laginu Yahweh, laginu sem ég er að hlusta á akkúrat núna. Það er yndislegt að hlusta á U2 og upplifa tónleikana aftur í huganum.. aaaaaaahhhhhhhh…
Greyis Victoria! fyrst hló ég að henni þegar ég las þetta en svo fór ég nú bara að vorkenna henni..
Ég er ein heima á hraunhól að horfa á það var lagið með heeeeemmmmma GUNNNN!!!! Soldið skrítið að vera syngjandi alein uppí sófa fyrir framan sjónvarpið.. Það eru óperusöngvarar í þættinum. kall og kona og ég er að fríka út á þeim. Sérstaklega kallinum. Maður syngur ekki Rolling Stones í óperustíl.. Svo er hann svo grobbinn! eins og ég held reyndar að allir óperusöngvarar séu.. Konan er ekkert skemmtileg heldur. Freyr Eyjólfs og Bárður í stundinni okkar eru í inu liðinu. Þeir eru miklu skemmtilegri. Hemmi heldur svo greinilega með óperugenginu.. enda einhverjar bráðhugguleir eldriborgarar í klapphliðinu hjá þeim. Hemmi er nú soldið í að heilla ellismellina.
æjá.. þetta kalla menn skemmtun (??)
komin í sveitina, ferska loftið og sólina 🙂
úff.. ég er eitthvað svo löt þessa dagana. Ég nenni ekki að keyra til Hornafjarðar í dag. Ætla bara að gera það á morgun í staðinn. Ég er búin að vera á svo miklu flakki í sumar að bara tilhugsunin um að vera ein í bíl í fimm tíma fyrir aftan einhvern fábjána á alltoflitlum bíl með alltofstórt tjald/hjól/felli-hýsi er of mikið fyrir mig að hugsa um hvað þá að framkvæma.. vildi að ég gæti bara gert svona eins og allir í Harry Potter gera, bara appereitað þangað sem ég vil fara. Það væri þægilegt. Það væri líka kúl ef ég þyrti ekki að pakka heldur gæti bara veifað töfrasprota og allt færi ofan í tösku sjálfkrafa.. gæti þá líka þrifið svoleiðis og vaskað upp og allt.. djöfull væri það gaman.
Ég er búin að lesa nýju Harry Potter bókina… var að klára hana. Ætla ekki að segja neitt um hana, nema vá. Hún er svakaleg. Þetta verður meira spennandi með hverri bók. Hvernig ætli þetta endi alltsaman? Ég hlakka til þegar Pétur klárar hana svo ég geti nú rætt þetta alltsaman við hann. Ég er að springa ég þarf svo mikið að tala við einhvern um þetta… Samt frekar sorglegt að hugsa til þess að það er bara ein bók eftir og hún kemur ekki út fyrr en eftir einhver ár! Hvernig á ég að geta beðið?? Getur hún ekki bara gefið þetta út allt í einu? Það myndi ég gera.. og gefa svo öllum sem keyptu bækurnar frí í vinnu til þess að klára að lesa.. það er bara sanngjarnt!
Ég er annars bara heima hjá mér. Ætlaði að fara austur í dag að vinna að verkefninu mínu en ég frestaði því um einn dag. Ætla að fara í fyrramálið. Ég tók nefnilega þessa dýrindist pest með mér frá Kaupmannahöfn, sólarhrings uppköst, niðurgangur og hiti. Eyddi semsagt helginni í það og nenni þessvegna ekki að leggja í hann í dag. Pétur er í vinnunni. Alvara lífsinis aftur tekin við hjá honum. Svona er þetta víst. Maður getur ekki verið í sumarfríi endalaust.. því miður! En þetta var alveg frábært sumarfrí. Kaupmannahöfn var æðisleg, U2 voru stórkostlegir! Ómetanlegar og ógleymanlegar minningar..
