All posts by Heiða Björk

ég hélt ég væri stödd í twilight zone áðan þegar ég skrabb út í 11-11 til að kaupa mér eitt lítið súkkulaði með kaffinu. ákvað að fá mér nizza því það brotnar í svo góða bita. þegar ég kom að kassanum og var að fara að borga þá kom í ljós að eitt nizza kostaði 199 krónur!! 199 krónur!!!!! segi ég og skrifa. Þvílíkt og annað eins okur! ég hef aldrei vitað annað eins.. ég hef örugglega verið í einhverju twilight zone því þetta er ekki eðlilegt verð. ég hef oft keypt svona súkkulaði (trúið mér, ég er sjúk í nizza) og það kostar yfirleitt á bilinu 60-100 kall.. þið getið ímyndað ykkur áfallið. ég fór út með 28gr Rís súkkulaði sem þó kostaði 75 kall.. þetta er fáránlegt! hvers eiga chocolatlovers að gjalda?

Sæl verið þið..
Nú er ég stödd í sófanum í stofunni heima hjá mömmu og pabba í nesjunum. notalegt að sitja hérna inni, sérstaklega þegar það er svona grenjandi rigning úti. Ég kom hingað í gærmorgun og ætla að vera hér allavega þangað til við förum út til köben að hitta bono og edge, larry og adam. það er búið að rigna síðan ég kom. á að rigna alla helgina. það passar vel þar sem humarhátíðin er um helgina. ég man ekki eftir humarhátíð án þess að vera skítkalt og blaut.. ég er nú ekki í neinu sérstöku hátíðar stuði. er eiginlega ekkert spennt fyrir þessu í þetta skiptið. það er samt aldrei að vita. ég fæ mér allavega eina humarloku á Hleininni. oft er langskemmtilegast þegar maður bíst við að allt verði leiðinlegt. ef ég nenni þá eitthvað út fyrir hússins dyr. það er gott að vera inni þegar það er rigning. lesa góða bók og drekka te og kaffi til skiptis.

helú..
mig langar að deila með ykkur sýnishorni af tónlistarsmekk mínum undanfarið. Ég er að springa af hamingju yfir allri þessari frábæru tónlist sem margir snillingar hafa verið að búa til handa mér að hlusta á í gegn um tíðina. Þetta er uppáhalds þessa stundina:

U2 – Sometimes you can’t make it on your own
Trabant – Maria
Johnny Cash og Nick Cave – I’m so lonesome I could cry
Damien Rice – Bara ALLLLT sem ég heyri með honum..
Amos Lee – Arms of a woman
Beck – The Golden age
Bodyrockers – I like the way you move
Coldplay – Fix you
Franz Ferdinand – The dark of the matinee
Gorillaz – White Light
U2 – Bad

úff ég gæti haldið áfram endalaust.. er ekki lífið yndislegt þegar maður hefur góða tónlist til að hlusta á? það finnst mér..

Það er nú meiri rússíbaninn að vera í skóla. annað hvort er allt í lukkunnar velstandi og allt gengur vonum framar. það er suma daga. Aðra daga er allt í mínus og algerri óvissu. Þannig er það allavega hjá mér. það var allt í mínus. Þangað til á fimmtudaginn seinasta, þá sá ég smá ljós og allt skýrðist. Svo kom helgi og ég var mjög glöð og hamingjusöm með þetta alltsaman. Svo kom mánudagurinn. Þá fór allt aftur í mínus og á þriðjudeginum var ég alveg komin með hingað af þessu öllu (hingað=upp í kok) saman og í morgun var ég alvarlega að spá í að hætta við þetta alltsaman. Þá hringdi ég tvö símtöl og eftir það hefur bjartsýnin rokið upp úr öllu valdi og verkefnið aftur orðið spennandi. þetta er alveg magnað jójó..

Annars er sól og blíða úti en ég er hér inni í Öskju og þakglugginn er eins nálægt og ég kemst góða veðrinu (sjá neðar). Þangað til klukkan 5 en þá er ég að fara að vinna í garðinum ásamt öllum skemmtilegu nágrönnunum mínum..