Ég sit hérna í íbúðinni sem við leigjum og ég svitna eins og svín. Soldið skrýtið veður úti. Svakalega rakt og ótrúlega heitt. Fórum í Fields í dag sem er stærsta kringla í Evrópu. Versluðum þar soldið og skoðuðum okkur um. Magnað að sjá hvað þetta er stórt. Hei já. Ég fékk menningarsjokk þegar við röltum í búð sem er svona eins og Hagkaup. Þar var heil deild undir rauðvín, hvítvín og allskonar. Spáiði ef þetta væri nú svona á Íslandi….það væri snilld. Við fórum í neðanjarðarlestina sem var magnað. Einfaldlega vegna þess að það var enginn vagnsstjóri. Gaman að þessu. Svo er stefnan að kíkja út á eftir. Fá sér eitthvað gott að borða…
All posts by ofurpesi
Jájájájá…þetta er bara alveg að bresta á!!! Copenhagen eftir 6 og hálfan tíma!
Þetta er Pétur sem talar frá Engjaseli 29.
Jamm…er ekki bara rigning í dag. Það er nú hressandi. Kominn tími til held ég. Við vinirnir fórum að veiða í gær. Ég, Elías, Eiður Tjörvi, Birkir Tjörvi og Heimir Konráð. Skelltum okkur í Þveitina og það var ekki að spyrja að því. 5 silungar komu á land og veiddi ég 4 þeirra. Fínustu fiskar og ætli þeir verði ekki bara grillaðir……eða bara gefnir einhverjum ketti. Skemmtileg ferð og flugu margir gullmolarnir þarna. Svo er bara að bíða…..bíða…..bíða…..Kaupmannahöfn á næsta leiti. Ég rétt vona að Tuborg vinur minn sé búinn að kæla bjórinn…
Ja hérna. ISDN-ið ekki alveg að gera sig. Hvað um það? Enn einn dýrðardagurinn er kominn hérna í Nesjunum. Ekkert lát á þessari veðurblíðu. Gaman að því. Maður gerir lítið annað en að sleikja sólina í einhverjum göngutúrum hingað og þangað. Kannski að maður skelli sér í veiði í dag. Seinasti túr var svo slappur að maður verður bara að skella sér aftur og reyna að fiska eitthvað meira. Þetta er nú ekki almennilegt sumarfrí fyrr en maður er búinn að grilla að minnsta kosti 2 silunga. Annars höfum við það fínt. Erum að farast úr spenningi yfir tónleikunum!!! GETUM EKKI BEÐIÐ!!!!!
Jæja. Það virðist sem HIVE hafi eitthvað sofnað á verðinum. Bíturinn búinn að liggja niðri og við á Hornafirði og getum ekkert gert. En svo bara allt í einu hrekkur þetta í gang af sjálfu sér. Fór mig þá strax að gruna HIVE. En hvað um það. Ég er búinn að hafa það massagott í sumarfríinu. Við löbbuðum upp að Fláajökli um daginn. Það var svakastuð. Svo rölti ég uppá Bergárdalsheiði til að skoða útsýnið. Aldrei að vita nema við skellum inn nokkrum myndum frá þessum ævintýrum. Fór að veiða um daginn. Aldrei lent í jafn slöppum veiðitúr. Það voru sex stangir á svæðinu og eftir klukkutíma barning á vatninu, höfðu 3 tittir skilað sér á land. Engan veginn nógu gott…HEI!!!! Svo styttist óðfluga í Danmerkur rejse. Við ætlum að skella okkur í besög til Bono og Edge.
Enn og aftur deyja tugir fólks algjörlega að ástæðulausu. Svo segja menn að það sé verið að ráðast á vestræna lifnaðarhætti. Þeir eru ekki að því. Þeir ráðast á þjóðir sem réðust á þá. Ég vil meina að þetta sé svo einfalt. Árásin á afganhistan, árásirnar á tvíburaturnana, innrásin í Írak, árásin á lestarstöðvar á Spáni og árásirnar á London. Blóð þeirra einstaklinga sem létu lífið þar, þekja hendur manna sem stjórna hinum svokallaða “vestræna” heimi. Mörgum finnst kannski að ég sé að einfalda hlutina of mikið hérna, en þetta finnst mér bara…
Prófaði svolítið magnaðan hlut í gær. Fékk mér hafragraut með banana útí. Kom skemmtilega á óvart. Mæli með því. By the way…ég er í sumarfríi…
ahhhhhh….Dagur 1 í sumarfríinu…..ahhhhh
Hvernig stendur á því að það þarf alltaf að ritskoða allan andskotann sem kemur fyrir augu fólks? Hvað með að leyfa fólki að velja og hafna? Það má bara ekki lengur. Það virðist allt þurfa að vera svona “mainstream”. Þoli þetta ekki!
Fór að kaupa bensín hjá Atlantsolíu áðan. Kom mér þægilega á óvart hvað líterinn er orðinn hagstæður í innkaupum. Ekki nema 108.9 krónur. Ég var alveg sáttur og dró kortið úr vasanum með bros á vör og renndi því í kortalesarann. Skemmir ekki fyrir að vita það að ríkið tekur sinn skerf af þessu, eða ríflega helming af hverjum seldum lítra sem mér finnst nú bara alveg sjálfsagt. Ég þakka nú bara fyrir að eiga ekki amerískan ofursvelg. Nógu dýrt að fylla Getzinn.