All posts by ofurpesi

Hvernig getur verið fjósalykt af hótellauk? Þessi spurning flaug í gegnum hausinn á mér þegar ég henti 302 kg af hótellauk. Soldið skrýtið. Ætli hótellaukur sé búinn til úr þurrkuðum beljuskít? Tja…erfitt að segja. Segjum það bara. Skrýtið hvað fer í gegnum hausinn á manni þegar maður er í einhverju móki að flokka hótellauk. Annars er ég bara hress…

Nusss….þvílíkt og annað eins veður hérna í Reykjavíkinni. Mælirinn okkar sýnir 26 gráður. Það er svaðalegt. Svo eru bara 5 – 6 gráður á Húsavík. Ekki alltaf jólin í Húsavíkinni.

Mig langar að þakka Amalíu fyrir að benda mér á lag með coldplay sem heitir fix you og er á nýju plötunni X & Y. Þetta lag er margslungið og frábærlega meiriháttar….

Sit hérna í rólegheitunum og hlusta á cold water með Damien Rice og rigningardroparnir dynja á glugganum. Frekar notalegt. Ég kom sjálfum mér svolítið á óvart í dag. Málið er nebblega að það er mánudagur og þá er skapið stundum ekki uppá sitt besta. En ég var í svona prýðilegu skapi í allan dag. Kemur nú ekki oft fyrir að maður sé í góðu skapi á mánudögum. Málið er nebblega að mánudagarnir eru helvíti langir. Byrja klukkan 6 á morgnana og er yfirleitt ekki búinn fyrr en um 6. Jájá….situr maður hér og nöldrar yfir löngum vinnudegi þegar aðrir vinna 36 tíma á sólarhring og fá gíróseðil í launaumslaginu…

Jæja…búinn að liggja í flensupest síðan á laugardaginn…þvílík stemning! Annaðhvort kalt eða heitt og hor lekandi út um öll vit. Svo ekki sé minnst á beinverki. Er hægt að hafa það eitthvað betra?

fín helgi. fyrir utan að vera með einhverja helvítis pest. kvef og svona viðbjóður. formúlan var nú sérdeilis hressandi. gaman að sjá renault vinna og fjandi súrt fyrir raikonnen að missa fjöðrunina undan bílnum á seinasta hring. en svona er þetta. það er ekki á allt kosið. get ekki beðið eftir u2 í köben. 2 mánuðir í það…sjitt.

Alveg var þetta nú ömurleg júróvísjónkeppni. Hvurn fjandann var Lettland að gera svona ofarlega?!?! Ömurlegt…Noregur átti að taka þetta og ekkert kjaftæði! Já eða Moldavía. Það var snilldarlag. Annars er þetta nú búin að vera róleg helgi. Horfðum á þessa ömurlegu keppni með leiðinlegustu kynnum í heimi, og erum svo bara búin að chilla hérna heima. Svo förum við núna á eftir til Ismars og Ösru í grill og fínerí. Það verður stuð. Yfir og út…

P.S. Djöfull voru boxgæjarnir ömurlega hallærislegir…