Já…gott að vita…
All posts by ofurpesi
Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því hvað bíturinn hefur legið lengi niðri. Málið var að einn harður diskur bilaði. Agalega gaman. En hann er kominn í fullt svíng aftur. Helgin var mögnuð. Fórum í afmæli til Hrafnhildar þar sem mikið af góðu fólki kom saman og skemmti sér vel. Þarna var rauðvín, bjór og tapas hlaðborð. Þorgrímur Tjörvi galdraði hlaðborðið úr öðrum rassvasanum. Algjör snilld. Svo var bara djammað fram eftir kvöldi. Ég var aðeins of hress þarna í restina…en hver verður ekki of hress í lokin?
Já….ætlum að fara í bíó á eftir. Hitch varð fyrir valinu. Hlakka mikið til. Svo hlakkar mig til um helgina. Það verður geðveikt stuð…
Fór út að borða í gær með vinnunni. Helvíti fínt bara. Hittumst fyrst heima hjá Jóa og sátum þar, kjöftuðum og kneyfuðum öl. Svo var haldið á Naustið og þar fengum við þriggja rétta máltíð. Í forrétt var rækjukokteill, svo var aðalrétturinn lambahryggur með allskonar fíneríi. Í eftirrétt var svo vanilluís með allskonar fínerríi. Svo var þessu öllu skolað niður með allskyns vínum. Kíktum svo aðeins í bæinn. Stoppaði stutt, enda orðinn helvíti þreyttur (ekki fullur!!) Helvíti fínt kvöld bara…Ætli maður taki því ekki bara rólega það sem eftir er helgarinnar og njóti þess að vera í fríi.
Góðan daginn góðir hálsar. Þann 21. febrúar síðastliðinn, varð kúrbíturinn eins árs. Þetta er mikill áfangi.Heimsóknir á bítinn hafa verið jafnar í gegnum tíðina og reiknum við með því að bíturinn eigi orðið fastan lesendahóp. Hérna höfum við skötuhjúin látið skoðanir okkar í ljós í ófá skipti ykkur til ánægju og jafnvel einhvers
yndisauka. Við reiknum nú með því að halda þessu ævintýri gangandi áfram og leyfa ykkur að njóta þeirrar visku er mun flæða hér um ókominn tíma. Viljum við enda þetta afmælisávarp með því að hrópa þrefalt húrra fyrir kúrbítnum.
Hann lengi lifi,
HÚRRA HÚRRA HÚRRAAAAAAA!!!!
Magnað þetta internet…
Já….ansi langt síðan maður hefur ritað hér. Mætti kannski segja að það væri einhver gúrkutíð í gangi. Sosum allt gott að frétta héðan úr selinu. Brynjar var hjá okkur um helgina. Hann var í skólaferð og gisti hjá okkur. Gaman að hafa hann hjá okkur. Og já…..haldiði að það eigi ekki bara að rífa 20 og eitthvað hús á laugaveginum!!!! Eigum við ekki bara að ganga alla leið og rífa bara miðbæinn eins og hann leggur sig og byggja aðra Smáralind (gæti heitið Bæjarlind) Já…..af hverju ekki segi ég nú bara…
Jæja….Loksins er kúrbíturinn kominn í loftið aftur, eftir mikið bras og vesen. Nenni ekki að fara útí þá sálma. Var að vinna á barnum í gær eftir dálitla hvíld frá því. Alveg ágætt bara. Ég var orðinn ansi þreyttur undir það síðasta. Þetta gekk sinn vanagang. Fólk drakk sig útúr hausnum á sér. Hressandi. Ég hitti þarna mann sem í sífellu reyndi að bjóða mér í krók. Ég lét nú ekki tilleiðast, en hann tilkynnti mér það að hann æfði nú ekki krók. Þá fór ég að velta því fyrir mér…hvernig æfir maður krók? Mér datt í hug að hann væri með gínu skrúfaða fasta við vegg og hún væri föst í svona krókstellingu (fólk verður að myndksreyta soldið núna) Jáneinei…kannski ekki. Var kominn heim um hálfsjö og var að skríða á fætur núna. Ætli maður fái sér ekki bollu eða tvær í dag. Hlakka til…
Rétt í þessu var Heiða Björk Halldórsdóttir að skrifa undir samning við RÚV sem hljóðaði uppá lýsingar íþróttaleikja næstu 10 árin. Verður spennandi að fylgjast með Heiðu tækla þetta…
Einu sinni var appelsína að skokka yfir brú með vinum sínum svo var brúin að hrynja og þá öskrar hún “skerið mig í báta-skerið mig í báta”
Birt með góðfúslegu leyfi Loga landsliðsmanns.