All posts by ofurpesi

Komst að því að Mcdonalds er verkfæri djöfulsins. Ef þið trúið mér ekki, horfið þá á super size me. Magnað hjá honum Morgan Spurlock. Hann lagði líf sitt undir til að sýna hvaða áhrif Mcdonalds matur hefur á líkamann. Jájá….það held ég nú. Allt svosem gott að frétta hérna. Bara þetta hefðbundna….vinna og sona…….

Hvernig er það eiginlega……er ekki hægt að gera neitt þarna í miðausturlöndum án þess að einhverjir þurfi að drepast? IKEA, það ágæta fyrirtæki, ákvað að opna verslun í Sádí Arabíu. Þeir buðu uppá afsláttarmiða að upphæð 150 dollara. Þarna mættu hvorki meira né minna en 8000 manns sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Ekki vildi nú betur til en þegar IKEA opnaði, þá tróðust nokkrir undir og dóu. Hvað er málið? Ekki hægt að opna verslanir án þess að einhverjir drepist. Best að vera ekkert að opna verslanir þar. Maður þyrfti að fara í líkflutninga eftir opnunina. Maður má þakka fyrir að þetta fólk geti opnað mjólkufernu án þess að einhverjir láti lífið.

Daginn hér. Það er aldeilis slatti búinn að gerast hér. Nýtt sófasett komið í hús og nýtt svona “coffee table” og nýr stóll. Alveg magnað. Koma kannski myndir af þessu öllu saman hérna á bítinn. Verið rétt stillt…

Þá sit ég hérna heima hjá Kollu og Palla Magg og er alveg að fara að borða grillað lambalæri!! Algjör snilld. Svo var ég að spila einn magnaðasta leik sem ég hef nokkurrn tíma séð. Doom 3. Alveg svaðalega flottur. Allir sem hafa áhuga á svona leikjum og hafa vélarafl í það (heheheh) endilega tékkið á þessum leik. Snúum okkur að öðru. Íslenska handboltaliðið sökkar. Við gerðum ekki gott mót. Núna hættir Gummi og Bodan tekur við þessu aftur og gerir okkur að heimsmeisturum. Liðið ætti kannski bara að fara að æfa krull (curling). Myndum áyggilega vinna rússana þar. Eitt enn….Adolf Ingi er leiðinlegur íþróttakall. Hann gerir ekki annað en að segja lélega brandara og flörtar svo við alla sem eru í stúdíóinu. Hananú…

Jæja gott fólk! Nú er mikið búið að gerast! Búið að vera mikið fokk með blessaðan bítinn. Þeir aðilar sem eru með internetið okkar ákváðu að færa til tengingarnar sem gerði það að verkum að allt fór í druslur. Svona í millitíðinni þá höfum við fengið okkur nýjan bíl, Hyundai getz, stafræna myndavél og SVAKALEGA uppfærslu í tölvuna okkar sem var orðið löngu tímabært. Allt að gera sig núna. Náðum að laga þetta með bítinn með aðstoð mikils snillings sem kallar sig Björn. Uppfærslan var einnig sett saman með hans aðstoð. Björninn er magnaður.

Alveg magnað. Ég er að prófa nýjan vafra. Hann heitir hvorki meira né minna en mozilla firefox og er bara helvíti sniðugur. Mikið hægt að gera sem explorerinn gerir ekki. En hvað er annars að frétta? Mest lítið hérna megin. Rólegt að gera í akstrinum eins og er. Því miður. En hei…einn magnaðasti útvarpsþáttur allra tíma er á X -inu. Og þá er ég ekki að tala um tvíhöfða. Freysi er nebblega helvíti magnaður. Og ekki skemmir að hafa snillinga eins og Stjána stuð og Soffíu sætu. Alveg meiriháttar þáttur. Tékkið á honum. Jæja…best að halda áfram að lesa. Kominn með seinustu bókina eftir Dan Brown. Heitir Deception point. Lofar allsvakalega góðu.

Bíð spenntur að komast á systkinamót hjá pabba. Bíð bara eftir að farið mitt komi. Ég er nebblega bíllaus. Sem er ekki gott. Þetta verður massa stuð. Rómaðir stuðboltar meðal þessara systkina.

Jæja….fór að sjá Shaun of the dead áðan. Scheise. All svaðalega fyndin mynd. Slatta ógeðsleg líka. En ég mæli alveg svaka mikið með henni. Hló mig máttlausan á köflum. Skellið ykkur á hana. Annars er allt búið að vera með kyrrum kjörum hérna. Ég er farinn að leysa af í svona aukatúrum núna. Hringt í mig og ég þarf kannski að fara bara eitthvað útá land. Voða spennó. Svo vorum við skötuhjúin að festa kaup á stafrænni myndavél. Kodak dx6490. Massa vél. Eigum bara eftir að fá hana. Keyptum hana á ebay. Núna heldur maður sér fast og vonar að allt gangi vel.

Já….þetta gengur svona. Bíllinn okkar virðist ekki gera annað þessa dagana en að bila. Það er nú alltaf gaman að moka peningum í bílskrjóð. Fórum á systkinamót (mömmumegin) í Freysnesi um helgina. Þar var mikið stuð. Komum á laugardeginum í flottu veðri og tjölduðum. Svo var farið í frisbí og fótbolta, grillað um kvöldið og kíkt á flugeldasýningu á Jökulsárlóni. Hún var svakaleg! Held að ég hafi bara aldrei séð annað eins. Svo vöknuðum við á sunnudagsmorgni í grenjandi rigningu. Svakalega notalegt að liggja í góðu tjaldi og hlusta á rigninguna. Svo var pakkað saman um hádegi og haldið heim. Svo var legið í leti á Hraunhólnum og lesið. Ég kláraði þriðju bókina eftir Dan Brown. Hún heitir Digital Fortress og er ROSALEG! Svo lentum við í svaka veislu á Hraunhólnum (Það er nú alltaf veisla þar) Við fengum grillað lamb, salat sem innihélt parmesan, feta ost, gúrku, tómata, ólívur, furuhnetur og eitthvað meira. Með þessu fengum við eitt besta rauðvín sem ég hef smakkað. Heitir held ég Laforet. Svo í eftirrétt voru grillaðir ávextir í svona bakka. Það var búið að strá belgísku súkkulaði yfir og svo kókusbollur líka. Alveg ótrúlega frábær matur. Hei já….svo má ekki gleyma púrtvíninu sem við fengum í fordrykk. Sandemans heitir það. Svona ljóst púrtvín. Svo eftir eftirréttnum, þá var Nesjakaffi. Og það hressti svo sannarlega!