Bíókvöld

Hæ allir.

Við skötuhjúin höfum tekið uppá því að horfa á eina bíómynd á sunnudagskvöldum. Skiptumst við á um að velja mynd sem skal horfa á.

Heiða átti fyrsta val þarseinasta sunnudag og valdi hún Persepolis.
Mögnuð mynd sem situr enn í kollinum á mér. Mæli hiklaust með henni. Myndin var meira að segja sýnd á sínum tíma á kvikmyndahátíðinni RIFF og var aðalpersóna myndarinnar viðstödd. Við hjúin vorum sammála um gæði myndarinnar og ætla ég að gefa henni 7 kúrbíta af 10.

Seinasta sunnudag átti ég sjálfur valið og tók ég The Lives of Others til sýningar. Þarna er á ferðinni mynd sem tekur á erfiðum tímum í Þýskalandi og er hreint út sagt ansi góð. Þetta er engin fílgúdd mynd, en hreyfir við manni. Þessi mynd fær 7,5 kúrbíta.

Þessu verður haldið áfram næstu sunnudaga og munum við reyna að skella inn færslum um þetta ævintýri. Endilega fylgist með 🙂

Kreólakjúklingur

Þetta þarftu: 1/2 dl hveiti, 2 msk sætt paprikuduft, saltogpipar, olía til steikingar, 1200gr kjúklingabitar, 2 msk smjör, 2 grænar eða rauðar paprikur, 1 stór laukur, 1 dl steinselja söxuð, 2 hvítlaukrif, 2 tsk karrý, 1/2 tsk múskat, 1 dós tómatar, 1 dl kjúklingasoð, 3/4 dl rúsínur dökkar eða ljósar, 1 dl ristaðar og saxaðar möndlur.

Svona gerirðu:  Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, paprikudufti, salti og pipar saman í poka og setjið svo kjúklingabitana ofan í pokann og hristið vel saman. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabitana vel á báðum hliðum og raðið svo í eldfast mót. Setjið smjörið á pönnuna og steikið lauk og papriku við vægan hita svo það verði meyrt í sirka 5 mínútur. Setjið því næst hvítlaukinn og steinseljuna útí ásamt karrýi og múskati og blandið vel á pönnunni. Svo er tómtunum, kjúklingasoðinu og rúsínunum bætt við og látið malla í smá stund. Þessu er svo öllu hellt yfir kjúklinginn og skelllt inn í ofninn í 40-50 mínútur. Möndlurnar eru saxaðar og ristaðar á pönnu og dreift yfir kjúklinginn þegar hann er kominn út úr ofninum!

Kjúklingurinn á kafi í gumsi og á leiðinni inní ofninn
Kjúklingurinn á kafi í gumsi og á leiðinni inní ofninn
IMG_1760
Komið út úr ofninum og möndlurnar komnar yfir

Að lokum: Ég bar fram með þessu hrísgrjón og eflaust er gott að hafa nýbakað brauð og rauðvín. Öll fjölskyldan var mjög hrifin af þessum rétti. Ég notaði bara kjúklingaleggi því þeir eru vinsælastir hjá Hrafni mínum, svo gott að halda á og naga. Þetta rann ljúflega ofan í mannskapinn og verður pottþétt á borðum aftur! Og já.. þessi uppskrift er í Gestgjafablaðinu með bestu uppskriftum 2007.

Komið á diskinn minn!
Komið á diskinn minn!
Komið á diskinn hans Hrafns Tjörva
Komið á diskinn hans Hrafns Tjörva

 

 

Engin framistaða

Það falla alveg niður heilu mánuðurnir hérna á kúrbítnum.. engin færsla í ágúst 2012 og engin færsla í október 2012! þetta er nú engin framistaða. Nú þarf að girða í brók og hysja upp sokka!

Þetta voru báðir tveir mjög skemmtilegir mánuðir.. og nú á ég örugglega eftir að gleyma hvað það var sem ég gerði. Ég eldaði tildæmis fullt af góðum mat sem ég tók myndir af og allt og ætlaði að setja hingað inn. Bakaði líka fullt af allskonar gómsætum múffum sem ég ætlaði að deila hér. Öllu þessu missti umheimurinn af sökum leti minnar. Það er óafsakanlegt. Hugsa að ég húrri inn einhverju af þessu í kvöld fyrst Pési er að fara bíó.

þetta er ferlegt! En núna er allavega komin færsla í nóvember 2012.

Hérna, þið fáið þessa dásemd í sárabætur í dag..

Pollo alla Romana

Eldaði svo dæmalaust dásamlegt í kvöld! Varð bara að skella því hingað inn á meðan ég man! Eldið þetta, þetta er mjöööög ljúffengt!

Þetta þarftu: 1 stór kjúklingur, hlutaður niður í 8 hluta, ólífuolía, 100 gr sveppir, helst litlir, 1 lítill laukur skorinn í sneiðar, 2 hvítlauksgeirar, saxaðir, 1/2 græn paprika, 1/2 rauð paprika, 1/2 græn paprika, tjoppaðar í bita, 1 dós tómatar, saxaðir, 300 ml kjúklingasoð, 200 ml hvítvín, pipar og salt, ferskar kryddjurtir, td rósmarín eða/og basilíka, 2-3 msk söxuð steinselja.

Kjúklingurninn kominn í 8 glæsilega bita!

Svona geririðu: Ofninn er hitaður í 180°C, Kjúklingabitarnir eru brúnaðir á pönnu í olíunni. Sveppum, lauk og hvítlauk bætt útí og látið krauma við frekar vægan hita í nokkrar mínútur. Papriku og tómötum skellt útí (safanum af tómötunum með), líka víninu og soðinu og saltað og piprað. Hitað að suðu og skellt í eldfast mót. Kryddjurtunum skellt útí og inní ofn í 15-20 mínútur. Fínt er að skera aðeins í þykkustu bitana til að athuga hvort kjúklingurinn er tilbúinn.

Að lokum: Þetta er svo borið fram með tagliatelle eða öðru pasta og auðvitað rífur maður parmesan ost yfir og dreypir á hvítvíni með. Okkur fannst þetta öllum gott, krökkunum líka. Ég setti bara heilar rósmarín greinar útí þetta og veiddi þær svo uppúr áður en ég bar þetta fram. Hefði líka verið gott að vera með nýbakað brauð með, en það er alls ekkert nauðsynlegt. Það var reyndar frekar ógó að hluta niður kjúllann og ég hafði aldrei prófað að gera það áður. Ekkert erfitt (notaði þetta mér til innblásturs) en kjúklingar eru bara frekar ógó.. og það eru innyfli og allt inní honum.. ojj.. en mæli samt alveg með því að maður láti vaða í það í staðinn fyrir að kaupa bringur eða einhverja bita. en já þetta er frekar gott..

Potturinn kominn út úr ofninum, Looking good!
og á diskinn minn. Nammmmmm….