ùje!

ùje!, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Pési fór og verslaði fyrir gjafakortið sem hann fékk í afmælisgjöf frá tengdafjölskyldunni. Fyrir valinu varð þessi frábæra flíspeysa, Haraldur að nafni. Það leynir sér ekki á myndinni hvað maðurinn í Haraldi er mikill töffari.

Einnig voru keypt forláta heddfón til að tengja við magnarann sem er tengdur í rafmagnsgítarinn sem töffarinn fékk í afmælisgjöf frá foreldrum, ömmu, afa, systkinum og þeirra fylgifiskum.

Afmælisbarnið vill koma á framfæri þúsund kossum til þeirra sem nefndir hafa verið hér að ofan.. tjah.. nema Haralds.

Ég er hinsvegar að fara að baka brauð til að borða í kvöld með franska rauðvínspottréttnum sem við ætlum að hafa í kvöldmat. túrílú.. HB

 

Mega Toggi Mega

Mega Toggi Mega, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Fór og hitti stóra bró í hádeginu í dag. Hann var í skólanum og ég hitti hann í samloku á Háskólatorginu nýja. Það var gaman. Flott háskólatorg. Alveg troðið af fólki. Svo fór ég í bóksöluna nýju og sá bók sem mig langar í.. Flott bóksala. Toggi var samt flottastur. Hann er mega.

Sunnudagsblogg

Sælinú

Sunnudagar eru æðislegir.Sérstaklega þegar veðrið er eins og það er búið að vera í dag. -2° og logn. Smá snjóslæða en ekkert djúpur. Rétt svo til að fela mesta skítinn.

Ég og Pétur og Glói notuðum tækifæri og skruppum í bíltúr upp að Kleifarvatni eins og við gerum svo oft um helgar. Yndislegt að rölta í fjörunni við vatnið og Glóa finnst sérstaklega gaman að hlaupa þar um frjáls og elta bolta eða frissbí disk og busla í vatninu.

Ég var með símann minn nýja og fína í vasanum og tók nokkrar myndir..

dsc00111.JPG

Vatnið var ótrúlega stillt og slétt og speglaðist fallega í því. Þetta umhverfi í kring um Kleifarvatn er nú bara svo ótrúlega fallegt. Móbergið alveg ótrúlega flott.

dsc00113.JPG

Núna í stillunni var algjör þögn. Svæðið er samt mjög vinsælt fyrir mótó krossara og fjórhjól og þannig leiðindi og oft er ströndin alveg útspóluð. Jeppar eru líka oft að spóla þarna eitthvað. Þetta fer mjög í taugarnar á mér.. maður er að rölta þarna í friðsældinni þá koma bara einhverjir kallar á risa jeppum og rúnta þarna um.. þessir kallar ættu frekar að stíga út úr bílnum og hlusta á þögnina eða láta rokið blása um skallann. Það er örugglega mun skemmtilegri upplifun en sú sem þeir fá inní bílnum..

dsc00103.JPG

Hérna erum við svo fjölskyldan í góðum fílíng.

Þegar heim var komið bökuðum við svo vöfflur og gæddum okkur á með rjóma og jarðaberjasultu. Glói er að leggja sig á teppinu sínu og við erum á síðbrókunum í sófanum með kaffibollann að horfa á handboltaleik. Sumsé, fín Sunnudagsstemning.

Næsta vika mun einkennast af mikilli afmælisgleði enda stefnir húsbóndinn á heimilinu sem stormsveipur að fertugsaldrinum!

Nýjustu tíðindi

Já. Bara nýr kúbbi í loftinu. Kom mér skemmtilega á óvart hvað þessi skipti voru lítið mál. Við hentum nebblega servernum okkar út (samt ekki framaf svölunum) og settum kúbbann upp hjá 1984.is

Þið getið ekki ímyndað ykkur þvílíkur munur það er að vera ekki með þennan bévítans server hvínandi í eyrunum á manni allan daginn. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir dygga lesendur? Ég er búinn að vera soldið duglegur uppá síðkastið að hlusta á nýja tónlist. Má þar nefna diska eins og sleepdrunk seasons með Hjaltalín, Raising sand með Robert Plant og Alison Krauss og nýja Pál Óskar. Allt saman ansi magnaðir diskar og ef þú ert í vafa um hvað þú átt að hlusta á, þá er þetta góð byrjun. Svo er stefnan að vera duglegur að hlusta á nýtt stöff. Jafnvel stöff sem maður myndi aldrei láta sér detta í hug að hlusta á…

P.

Nýi síminn prófaður! Meehega!

 

Svona erum við rosalega krúttleg. Varð bara að prófa að senda mynd úr nýja símanum. Þessi mynd er reyndar alveg hellings minnkuð en við erum sæt engu að síður og hress.

Annars gerðist eitt ógó fyndið í dag.. Ég fór á bensínstöð og tók bensín svona sirka um kl 14:00. Svo fór ég aftur í vinnuna.. Eftir vinnu fór ég svo í ræktina, fór í hjólatíma, svo rölti ég að bílnum. Það fyrsta sem ég tek eftir… bensínlokið opið. Og ekki bara ytra lokið, heldur líka skrúflokið.  Verð líka að taka það fram að þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir. Ég hef nokkrum sinnum rúntað um bæinn með bensínlokið galopið. Tjá..