Úfff…þetta er aðeins of mikið af hinu góða. Ég ákvað að kíkja aðeins út áðan, bara svona rétt til að liðka kroppinn. Tók á móti mér þessi líka svaka hiti, og var ég nú í stuttbuxum. Ég dugði í hálftíma á röltinu og þá gafst ég upp fyrir hitanum og skreið heim, inní eldhús þar sem er skuggi akkúrat núna, og hellti mér fullt glas af ísköldu sódavatni með klökum sem ég blandaði svo með ribena. Það hitti gjörsamlega í mark. Satt best að segja þá þoli ég hita mjög illa. Ég fæ vanalega hausverk í miklum hita og svona köfnunartilfinningu. Sem sagt, líður frekar illa. Mér finnst voða gott að skríða í skugga þar sem er vel svalt og fá mér eitthvað kalt að drekka. Svona 10 stiga hiti og soldil gola finnst mér fínt. Eða að liggja í potti í 8 stiga frosti og drekka bjór. NOW THAT´S LIVING! Ohhhh…get ekki beðið eftir að fara til Hornafjarðar. Það er nú samt ekki langt síðan ég kom þaðan. Skellti mér á Humarhátíð sem var massa gaman. Hitti gamla og góða firðinga og náttlega hele familien. Ansi mikið stuð. Svo erum við að fara núna á miðvikudagskvöld og ætlum að vera fram á sunnudag í faðmi jökla, fjalla og fjölskyldu.
Hið ljúfa líf

Hið ljúfa líf
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Kominn í helgarfrí!
Kjútís

Kjútís
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Við erum í brúðkaupi : )
MATUR!!
það sem heldur aftur af mér í blogginu þessa dagana er vinna vinna og aftur vinna.. klikkað að gera hjá mér þessa dagana og alla þá næstu! Ég fékk að vísu fjóra daga í frí í þarsíðustu viku sem ég nýtti í 4ra daga gullfoss og geysi.. og þá er ég ekki að meina þessa á suðurlandinu 😐 lovely.. Pétur fékk líka 4ra daga gullfoss og geysi núna síðustu helgi þannig að þetta er búið að vera æði..
nú þarf ég hinsvegar að fara að borða Korma kjúkling sem Pétur var að elda handa mér..
stutt varð það í þetta skiptið :o)
Tilviljun?
Ekki nokkurt vit í þessu
Jæja…nú er ég búinn að liggja veikur heima síðan á föstudag. Æla og hiti með dass af magakrömpum. Þetta er komið gott. Maður getur orðið nett pirraður á þessu hangsi. Var að horfa á shrek 3 áðan. Ansi fyndið stöff. Svona fín vídjómynd, eða svona sunnudagsbíómynd með litlum frændum eða frænkum 🙂 Annars var nú hugmyndin hjá mér að nota þennan dag í lestur. Er að klára bókina Cell eftir meistara Stephen King. Þá bíða eftir mér 2 aðrar bækur sem eru The kite runner eftir Kahled Hosseini og Forever odd eftir Dean Konntz. Spennandi tímar framundan. Svo ég stökkvi nú úr einu í annað…haldiði að það hafi ekki verið bakkað á bílinn okkar á fimmtudaginn. Einhver eðalhálfviti á landkrúsernum sínum sá ekki litla bílinn og bara negldi stuðaranum í bílstjórahurðina. Hurðin, rúðan og spegillinn ónýtur. Algjörlega frábært. Má nú samt eiga það þetta úrvalsfífl að hann lét vita. Hefði getað stungið af. Segi ekki meir…
Viskumoli dagsins
Moggablogg er gebba plebba.
Já heillin..

Já heillin..
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Komin heim í heiðardalinn! Aaahh ferskt nesjaloftið :o)
Nöldur dagsins
Já…ég vissi þetta allan tímann. Annars var ég að hlusta á ansi “skemmtilegan” þátt á útvarpi sögu einn morguninn. Þar var einmitt verið að ræða flutningabíla og tilverurétt þeirra á þjóðvegum Íslands. Kom þar margt áhugavert uppá pallborðið. Ber þar helst að nefna þegar hún Arnþrúður Karlsdóttir kom með þann skemmtilega punkt að flutningabílstjórar ættu að víkja betur og hægja á sér þegar þeir mæta minni bílum. Hefur hún ekið á þjóðvegi 1 úti á landi? Held ekki. Þar er vegurinn yfirleitt ekki nema breidd flutningabílsins og býður ekki uppá að maður geti vikið fyrir minni bílum. Ef manni dytti í hug að reyna að víkja, getur maður átt það á hættu að kanturinn gefi sig (hreinlega brotnar undan þunga bílsins) og þú veltir flutningabílnum. Frekar held ég að það væri nú sniðugra að litlu bílarnir sem eru svona í kringum 1 og uppí 3 tonn, víki nú bara frekar. Næ ekki uppí það þegar fólk bullar svona í útvarpið. Úfffff…varð bara að koma þessu frá mér, verandi gamall flutningabílstjóri. Svakalega eru þetta flippaðir kæjakræðarar sem fundust grillandi við ströndina. Sendu bara póst á vitlaust netfang til að láta vita af sér og voru svo svaka hissa þegar þau sáu allt fólkið sem var að leita að þeim. Guð minn góður…