Monthly Archives: July 2005

Kollu kjúklingur

Gestakokkurinn er Kolla

Kolla sæta kát og glöð í Nesjunum

Þetta þarftu: 1 kjúklingur, ferskar kryddjurtir t.d. basillikum og steinselju og rósmarin, 1 sítróna, ólífuolía, salt og pipar.

Svona gerirðu: Ok.. svona gerir maður.. Byrjar á því að losa skinnið frá bringunum, það hangir reyndar við bringubeinið en það er allt í lagi, það koma bara þá svona skinnvasar á bringuna á kjúllanum. Svo saxar maður basil og steinselju, lætur smá ólifuolíu leka ofan í bringuvasana og smá salt og svo bara treður maður kryddjurtunum ofaní og makar og nuddar þetta út um allt. það fer smá krydd útfyrir en það er allt í fína. Svo sker maður sítrónuna í tvennt og treður henni inn í kviðarholið á kúllanum. Ég reyndar set bara alltaf hálfa  sítrónu, hef bara ekki komið heilli sítrónu inní, það er svo lítið pláss.. og svo setur maður eina eða tvær rósmaríngreinar inní líka svo sítrónunni leiðist ekki. Núhh.. þá er komið að þvi að ‘sauma’ fyrir gatið, ég reyndar geri það ekki, ég bara tylli, ja, eða flæki löppunum saman við lausa skinnið sem er yfirlett framaná.. æ þú veist.. þá lokast allveg fyrir gatið.. Að öllu þessu loknu er bara að nudda, pensla eða maka kjúllan í ólífuolíu og krydda hann allan með salti og svörtum pipar.. svo sker maður svona í lærin svo þau verði jafn vel elduð og bringan.. og ég maka nú smá kryddjurtum þar líka, það er voða gott.. Svo setur maður kjúllann inn í ofn, maður á að hita plötuna, skúffuna eða formið fyrst, svo setur maður kjúllann inn, fyrst vinstri bringuna niður og steikir í 5 mín, svo hægri bringuna og steikir í 5 mín, nú eða hægri fyrst og vinstri svo, ekki alveg aðalmálið..  og svo leggur maður kjúllann á bakið og steikir hann í klukkutíma.. og þá er hann reddí. Best er að kjúllinn sé svo mikið eldaður að hann hreinlega leki af beinunum.. slurp.

Að lokum: Það er ógó gott að hafa kartöflubáta í ofni með þessu, ég set bara kjúllan á ofnplötu, mínar plötur eru þannig að þær eru smá svona djúpar þannig að fitan lekur ekki út um allt.. og svo set ég kartöflurnar bara í ofnskúffuna og inn í ofn og græja þetta allt í einu.. ekkert mál ef maður er með blástur.. og náttúrulega salat og fetaost og svona.. rauðvín er alltaf gott með öllu, ef það passar ekki, nú þá passar örugglega bara að hafa hvítvín… :)
Palli segir að þetta sé besti kjúlli í heimi!!! ekkert flóknara en það .. verði ykkur að góðu krúttin mín.

kv. Kolla

Jamm…er ekki bara rigning í dag. Það er nú hressandi. Kominn tími til held ég. Við vinirnir fórum að veiða í gær. Ég, Elías, Eiður Tjörvi, Birkir Tjörvi og Heimir Konráð. Skelltum okkur í Þveitina og það var ekki að spyrja að því. 5 silungar komu á land og veiddi ég 4 þeirra. Fínustu fiskar og ætli þeir verði ekki bara grillaðir……eða bara gefnir einhverjum ketti. Skemmtileg ferð og flugu margir gullmolarnir þarna. Svo er bara að bíða…..bíða…..bíða…..Kaupmannahöfn á næsta leiti. Ég rétt vona að Tuborg vinur minn sé búinn að kæla bjórinn…

Ja hérna. ISDN-ið ekki alveg að gera sig. Hvað um það? Enn einn dýrðardagurinn er kominn hérna í Nesjunum. Ekkert lát á þessari veðurblíðu. Gaman að því. Maður gerir lítið annað en að sleikja sólina í einhverjum göngutúrum hingað og þangað. Kannski að maður skelli sér í veiði í dag. Seinasti túr var svo slappur að maður verður bara að skella sér aftur og reyna að fiska eitthvað meira. Þetta er nú ekki almennilegt sumarfrí fyrr en maður er búinn að grilla að minnsta kosti 2 silunga. Annars höfum við það fínt. Erum að farast úr spenningi yfir tónleikunum!!! GETUM EKKI BEÐIÐ!!!!!

Jæja. Það virðist sem HIVE hafi eitthvað sofnað á verðinum. Bíturinn búinn að liggja niðri og við á Hornafirði og getum ekkert gert. En svo bara allt í einu hrekkur þetta í gang af sjálfu sér. Fór mig þá strax að gruna HIVE. En hvað um það. Ég er búinn að hafa það massagott í sumarfríinu. Við löbbuðum upp að Fláajökli um daginn. Það var svakastuð. Svo rölti ég uppá Bergárdalsheiði til að skoða útsýnið. Aldrei að vita nema við skellum inn nokkrum myndum frá þessum ævintýrum. Fór að veiða um daginn. Aldrei lent í jafn slöppum veiðitúr. Það voru sex stangir á svæðinu og eftir klukkutíma barning á vatninu, höfðu 3 tittir skilað sér á land. Engan veginn nógu gott…HEI!!!! Svo styttist óðfluga í Danmerkur rejse. Við ætlum að skella okkur í besög til Bono og Edge.

It’s Alive!!

kúrbíturinn hefur skriðið undan feldi.

Nú er bara 8 dagar til stefnu.. Komum í bæinn eftir 6 daga. Hvernig á ég að geta einbeitt mér í vinnunni? Ég bara get ekki hugsað um annað en Köben og U2..

jæja þá.. ekki mikið að frétta svosem. lífið gengur sinn vanagang hér á hornafirði. ég er að vinna, pétur er að vinna í viku á HP, erum að safna pening til að eyða í kaupmannahöfn. það er rigning með smá hléum. gott í matinn og allir tiltölulega hressir bara.. þaldénú

Enn og aftur deyja tugir fólks algjörlega að ástæðulausu. Svo segja menn að það sé verið að ráðast á vestræna lifnaðarhætti. Þeir eru ekki að því. Þeir ráðast á þjóðir sem réðust á þá. Ég vil meina að þetta sé svo einfalt. Árásin á afganhistan, árásirnar á tvíburaturnana, innrásin í Írak, árásin á lestarstöðvar á Spáni og árásirnar á London. Blóð þeirra einstaklinga sem létu lífið þar, þekja hendur manna sem stjórna hinum svokallaða “vestræna” heimi. Mörgum finnst kannski að ég sé að einfalda hlutina of mikið hérna, en þetta finnst mér bara…