Bleika pastað

Þetta þarftu: Tvær kjúklingabringur, 1 paprika, rauðlaukur, hvítlaukur, sólþurkaðir tómatar, paprikusmurostur, mjólk, rjómaostur m/sólþurrkuðum tómötum, penne regate (pasta hólkar) olía til steikingar, salt/pipar.

Svona gerirðu: Sjóddu pastað. Skerðu kjúklinginn í netta bita og steiktu á pönnu upp úr olíu. Saltaðu og pipraðu. Skerðu niður rauðlauk, hvítlauk og papriku og steiktu í potti í olíu. Saxaðu sólþurkaða tómata og settu út í. Þetta er allt látið mýkjast í pottinum. Settu svo ostana út í og svolitla mjólk og láttu bráðna saman svo úr verði sósa. Bættu svo kjúklingum út í og hitaðu að suðu.

Að lokum: Þetta er réttur sem pabbi (algjör kokka snilli) skáldaði upp úr sér einhverntíma þegar ég var í mat hjá honum og þetta er alveg svaka gott. Ég nota alltaf léttmjólk þegar ég geri sósuna svo hún verði ekki mjög krímí. Þá verður hún líka soldið þunn, en mér finnst það bara betra. Mér finnst líka mjög gott að hafa mikinn hvítlauk og mikinn pipar. Uppskriftin er fyrir 2-4. Þessi frábæri réttur er oftast kallaður bleika pastað á mínu heimili. HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *