Untitled

viðvörun

ji.. ég verð að segja ykkur frá einu.. ég fór nefnilega á vídjóleiguna á sunnudaginn og tók mér mynd, sem reyndar er frásögu færandi því það gerist ekki nema þrisvar á ári. ég tók myndina intolerable cruelty með bjútíunum george clooney og catherine zeta jones.. þetta er ÖMURLEG mynd.. alveg ÖMURLEG!! ég hélt að þetta væri einhver ógó rómó mynd, enda var hugmyndin að horfa á hana með pésa, kúrandi uppí sófa, en neinei.. þetta var sko ekkert rómantísk og ekkert fyndin og bara ÖMURLEG mynd! ég var ekkert smá pisst, því Það voru hellings fleiri myndir sem mig langaði að taka.. djöfuls krapp. ekki horfa á hana..

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *