Ef það er einhver hér sem ekki hefur komið höndum yfir nýjasta disk Brain police, þá bara verður viðkomandi að gera það. Þetta er trukkarokk af bestu gerð. En hvað um það…Ég var að velta einu fyrir mér. Það hefur staðið til í einhvern tíma hérna í Engjaselinu að gera eitthvað við þessa íbúð eins og til dæmis að laga baðherbergið. En það sem er að vefjast fyrir mér er að byrja á þessu. Hvernig byrjar maður? Fer ég inn með hamar og meitil og byrja að losa baðkarið frá veggnum? Þessi spurning og margar fleiri hafa verið að flækjast fyrir mér. En það eru eflaust margir þarna úti sem hafa svörin. Ég þarf bara að finna þetta fólk og spyrja. Svona er maður nú mikill iðnaðarmaður í sér. Getur ekki einu sinni drullast til að byrja. En svona er þetta….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *