í dag er hattadagur í vinnunni. starfsmenn eiga allir að mæta með einhvern hatt eða hárskruat eða hárkollu eða eitthvað svoleiðis. ég er með ferrarihúfuna mína. mér finnst það við hæfi þar sem mónakó kappaksturinn er um helgina. ég hef nú ekki séð marga með hatt hér í dag. það er nefnilega þannig að fólk tekur hattinn með sér en setur hann ekkert upp nema kanski rétt til að sýna fólkinu á næstu skirfstofu.. á eftir verður svo verlaunaafhending fyrir flottasta hattinn. þetta er bara stuð. væri samt meira stuð ef fólk þyrði að hafa hattana á sér..

ég fór í morgun niðrí skóla að skrá mig fyrir næsta ár.. það var stuð. ég skráði mig meira að segja í einn stærðfræðikúrs og einn efnafræðikúrs.. það verður þá í annað sinn á æfinni sem ég er í efnafræði.. hitt skiptið þá var ég í efnafræði 103 í fas.. sat aftast með möttu og kollu bjöss og við gerðum ekkert nema að fíflast og skrifa bretti-sögur og klámvísur og henda strokleðrum í fólkið sem fyrir framan okkur (hei, við náðum). ég býst samt við því að þessi efnafræðikúrs verði nú eitthvað öðruvísi..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *