Monthly Archives: May 2004

Ég var að fá mér viðbótarsparnað. Mikil snilld. Komst að því að íslensku tryggingarfélögin eru að ríða manni í ósmurt. Það gengur ekki. Mér var skapi næst að æða niðrí VÍS og reisa hell. En ég er nú þekktur fyrir það að vera rólyndismaður og stekk ekki uppá nefið á mér að ástæðulausu. Hvet alla til að hafa samband við Allianz og kynna sér þetta dæmi. Tapar engin á því. En hvað um það. Var að vinna í gærkvöldi. Gekk vel nema að vatnskassinn á kvennaklósettinu var brotinn. Skil ekki alveg hvernig. Ótrúlegir hlutir sem fólk nær að framkvæma undir áhrifum. Virðist vera sem áfengið dragi fram hið besta í fólki. Kannski að allir ættu alltaf að vera fullir. Svona eins og Danir…

í gær fór ég með eiði tjörva og birki tjörva á vorhátíð foreldrafélagsins í langholtsskóla. þetta var svona dæmigert hoppukastala partý með candy flossi og grilluðum pulsum og tilheyrandi. mér finnst alveg ótrúlegt hvað krakkar í dag nenna að bíða í biðröðum. það voru þarna nokkur leiktæki og hægt að fara á hestbak og svona og alltaf þurfti að bíða í svona 20 mínútur í biðröð fyrst. bíða í 20 mínútur.. leika í eina mínútu. eins gott að það voru ekki svona hoppukastalar þegar ég var lítil.. ég meika ekki svona raðir.

sjís hvað mér leiðist eitthvað mikið núna..

í dag er hattadagur í vinnunni. starfsmenn eiga allir að mæta með einhvern hatt eða hárskruat eða hárkollu eða eitthvað svoleiðis. ég er með ferrarihúfuna mína. mér finnst það við hæfi þar sem mónakó kappaksturinn er um helgina. ég hef nú ekki séð marga með hatt hér í dag. það er nefnilega þannig að fólk tekur hattinn með sér en setur hann ekkert upp nema kanski rétt til að sýna fólkinu á næstu skirfstofu.. á eftir verður svo verlaunaafhending fyrir flottasta hattinn. þetta er bara stuð. væri samt meira stuð ef fólk þyrði að hafa hattana á sér..

ég fór í morgun niðrí skóla að skrá mig fyrir næsta ár.. það var stuð. ég skráði mig meira að segja í einn stærðfræðikúrs og einn efnafræðikúrs.. það verður þá í annað sinn á æfinni sem ég er í efnafræði.. hitt skiptið þá var ég í efnafræði 103 í fas.. sat aftast með möttu og kollu bjöss og við gerðum ekkert nema að fíflast og skrifa bretti-sögur og klámvísur og henda strokleðrum í fólkið sem fyrir framan okkur (hei, við náðum). ég býst samt við því að þessi efnafræðikúrs verði nú eitthvað öðruvísi..

Rakel og Sarsana eignuðust lítinn strák þann 16. síðastliðinn 🙂 Alveg yndislegur strákur og þið megið eiga von á myndum hingað inn af honum. En hei…Áðan vaknaði ég klukkutíma áður en ég átti að vakna. Hversu fokked upp er það? Þoli ekki svona. Heill klukkutími sem ég hefði getað notað til að sofa uppí hlýjunni hjá Heiðu. Ég hefði skriðið aftur uppí ef ég hefði ekki verið búinn að þvo mér í framan og fá mér að borða. En svona er þetta. Ég smakkaði Aloa vera drykkjarjógúrt um daginn. Mesta furða hvernig það smakkaðist. En af hverju þarf að troða þessari plöntu í allt? Er ekki bara ágætt að hafa svona krem? Endar með því að þessu verður troðið í morgunkorn, mjólk, kjötfars, fisk, hamborgara, dömubindi, pungbindi og ég veit ekki hvað og hvað. En núna er klukkan að smella í hálfsjö og tími til kominn að fara að gera sig kláran fyrir annan dag í saltnámunum.

hæ hó

nú á ég bara eftir 8 vinnudaga hérna á þessum bless bless-aða vinnustað. ég get ekki beðið eftir að hætta.. vó! þetta var rosalegt!! rétt í þessu kom rannsóknarlögreglan hingað og í fyrsta skiptið á ævinni lennti ég í svona eins og í bíó þið vitið, með lögrekluskilríki í veskinu flass.. fattiði? “já, góðan daginn, ég er frá lögreglunni.. flass.. og ég ætlaði að fá að spyrja nokkurra spurninga” .. vó.. hann var meira að segja með sólgleraugu og allt! alveg eins og Munch í law and order SVU.. ætli hann fái ekki kikk út úr þessu.. að vera eins og kvikmyndastjarna á hverjum degi.. ég held það.. en allavega, hvað var ég að tala um.. já það er leiðinlegt í vinnunni og ég hlakka til að hætta.. yfirogút.

hehe.. djöfull fannst mér nú gott hjá óla forseta að vera heima og pirra davíð og halldór í staðinn fyrir að fara í þetta brúðkaup þarna hjá danska prinsinum.. davíð finnst þetta nú alveg stórundarlegt að forsetinn skuli ekki fara í brúðkaupið og halldór segir það nú vera skyldu forsetans gagnvart íslensku þjóðinni að fara í svona stórmerkileg brúðkaup.. það er nú ekki í lagi með þessa kalla. hvernig getur það verið meiri skylda forsetans að fara í eitthvað asnalegt og yfirdrifið brúðkaup hjá einhverju bísperrtu kóngafólki útí heimi en að vera á íslandi og fylgjast með gangi mála á alþingi þegar asnar eins og dabbi og dóri eru að reyna að nauðga einhverju fáránlegu frumvapi í gegn um þingið.. gott hjá óla að senda bara dorrit með brúðkaupsgjöfina frá okkur.. hún er svo mikið partíljón 🙂

Vinnusíminn minn hneggjar. Það er frekar fyndið. Það er líka hægt að láta hann urra. Ég fékk semsagt vinnusíma í dag. Siemens eitthvað. Ansi fínn bara. Annars er ég að telja niður dagana þangað til ég fer að keyra. Það verður frábært. Tala ekki um að hækka í launm við það. Það er bara bónus. Hver hlustaði á Tvíhöfða í morgun? Það var ansi upplýsandi. Þar var rætt um það ef Bónusveldið myndi prenta eigin seðla. Stofna eigin hagkerfi á Íslandi. Svona mynd af grísnum á seðlinum. Hann gildir tvöfalt á við íslenskan gjaldmiðil. Einnig yrði hægt að nota hann í Bretlandi. Maður gæti til dæmis keypt sér skartgripi eða leikföng fyrir bónusseðlana sína. Þetta finnst mér ansi hreint mögnuð hugmynd. En það yrðu sett lög á þetta eins og allt annað sem mönnum dettur í hug. Ég er viss um að Davíð er búinn að setja lög á konuna sína. Hvað veit maður???