Já….róleg er helgin búin að vera. Bara búinn að hanga heima og slappa af. Horfa á hálfvitakassann og kíkja í einstaka tölvuleik. Mikið afskaplega er hann Gísli Marteinn þreytandi. Alltaf eitthvað hálfvitaglott á honum. Meira að segja þegar fólk er að tala um alvarlega hluti eins og erfiða æsku og sjálfsmorðhugleiðingar, situr þetta fífl og glottir. Ótrúlegt. Talandi um fífl…Mér skilst að Goggi runni hafi drullað uppá bak í kappræðunum sem voru um daginn í USA. Hann gerði víst ekki annað en að bora í nefið og lesa uppúr litlu gulu hænunni á meðan bílasalinn þrumaði yfir hausamótunum á honum. Gaman að þessu bulli. Nú fer að styttast í að U2 gefi út nýja plötu sem er magnað gleðiefni. Nýja lagið þeirra er þegar orðið klassísk snilld. Þeir félagar eru alveg hreint ótrúlegir. Sá einmitt tónleika með þeim á Sýn í gær. Sú saga gengur nú fjöllunum hærra hér á landi að þeir komi næsta sumar til að halda tónleika. Hvernig væri að vera með massa útitónleika bara? Á Hafnarbakkanum til dæmis? Þar er hægt að troða ansi mörgum. Ég myndi fara þó svo að miðinn myndi kosta 30.000. Ekki spurning. Það staðfestist í gær að Kronenburg er fjandi góður bjór…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *