hæ,

var að koma heim úr vinnunni.. já, ég verð að vinna á fullu í október í gömlu vinnunni minni. lýst ágætlega á það en er samt hrædd um að mér eigi eftir að illa að skipuleggja skólann og vinnuna saman.. hvenær á ég að hafa tíma til að gera ekkert? Ég er nefnilega búin að komast að því að það er svo gaman að gera ekkert og ég þarf mikinn tíma í ekkert.. ekkert er svo skemmtilegt 🙂

Annars lentum við í leiðinlegu/skemmtilegu í gær.. ég var heima, varð svo allt í einu vör við þessa líka brunafýlu.. haldiði að það hafi ekki bara næstum kviknað í tölvuskjánum okkar! ég, snör í snúningum eins og ég er, slökkti á tölvunni í snarhasti og reif skjáinn úr sambandi og opnaði út á svalir.. held barasta að ég hafi komið í veg fyir stór-bruna,. eins gott að ég var heima, ha!?!? þetta þýddi auðvitað bara eitt að við þurftum að kaupa nýjan skjá.. djö! ekki getur maður verið skjálaus lengi.. ég held ég gæti frekar verið án þvottavélar eða sjónvarps en tölvuskjás.. ekkert smá flottur nýi skjárinn!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *