Bleik í framan

Úff.. var að lesa færsluna um örtrefjahanskann aftur. Hún er nú alveg massa leiðinleg og tilgangslaus. Sem skiptir engu máli. Helmingurinn af því sem hér er skrifað þjónar engum tilgangi hvort sem er. Þarf þess heldur ekki. Það þarf ekki allt tilgang. Ég prófaði hanskann. Hann virkar fínt.
Kíktum í sumarbústað til mömmu og pabba um helgina. Það var notalegt að koma þangað. Þorgrímur og Elías voru þar líka og einn belgískur vinur Þorgríms. Hittum líka Hrafnhildi og Gísla og Sunnu. Fjölskyldustemning sem sagt. Pabbi eldaði himneskt stroganoff í kvöldmatinn og svo var slakað á í heitum potti fram eftir kvöldi þangað til við keyrðum aftur heim. Mikil afslöppun. Magnað hvað það gerir manni gott að fara út úr Reykjavík, þó svo það sé ekki nema í hálfan dag. Í gær var boðið upp á enn meiri afslöppun. Ég las eina bók. Pétur spilaði einhvern tölvuleik. Mamma og pabbi kíktu í smá heimsókn og um kvöldið eldaði Pétur handa mér dýrindis grískar kjötbollur í matinn. Snillingur.
Ég fór í ræktina í morgunn. Þar er stuð. Ég mæti, púla, svitna, fæ útrás og verð bleik í framan.. gerist ekki betra.

2 comments

  1. Mér fannst hún bara skemmtileg og upplífgandi, þessi færsla:) Vissi ekki einu sinni að þessi örtrefjahanski væri til, enda utanbæjarpakk með meiru:)

  2. Takk! Gott að ég gat frætt þig um nútíma tækni í þrifum, sem við þekkjum svo vel hér í borginni 😉

Leave a Reply to Heiða Björk Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *