Bakkelsi

Jahérna hvað það er stutt í jólin.. hlakka til!
Bakaði í gær dýrindis biscotti. Fékk uppskriftina hjá Birninum og jeddúddamía hvað þetta er gott. Fengum okkur með kaffinu í gærkvöldi. Þetta er fullkomið “með kaffi” nart. Ætla að setja uppskriftina inn á uppskriftavefinn á eftir. Veit ekki hvort ég baki eitthvað meira. Kanski randalínur ef ég man einhverntíma eftir að fá uppskriftirnar hjá mömmu. Þetta eru svona gamaldags röndóttar lagkökur eins og amma mín bakaði. Ótrúlega góðarv önnur brún með hvítu kremi og hin hvít með sultu.. namminamm.. Nenni ekki að baka smákökur. Langar ekkert í. Fæ örugglega smakk þegar ég fer í heimsóknir.. það er alveg nóg.
Hef svo sem ekkert að segja, er bara að bíða eftir jólunum.. lalala..

uppfært: uppskriftin er kominn inn.. kíktu!

1 comment

  1. ég á þá von á þessum tveimur stóru staukum af biscotti sem mér var lofað fyrir uppskriftina? væri fínt að fá þá um helgina.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *