Biscotti Bjössi

Þetta þarftu: 300 g hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1 tsk kanill, 1/2 tsk salt, 125 g mjúkt smjör, 100 g púðursykur, 125 g sykur, 1 msk skyndikaffiduft, 2 egg, 50 g grófsaxaðar hnetur, 185 g suðusúkkulaði, saxað

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 165°C og leggið bökunarpappír á ofnplötuna. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, kanil og salt í skál. Þeytið saman smjörið, púðursykurinn, sykurinn og kaffiduftið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og þeytið í tvær mínútur. Bætið hnetunum og súkkulaðinu út í og hrærið.  Setjið þurrefnin út í og hrærið varlega. Hvolfið deiginu á hveitistráða borðplötu og skiptið því í tvennt. Formið tvo aflanga 2 sm þykka hleifa úr deiginu og leggið á bökunarpappírinn. Bakið í 25 mín. Takið hleifana úr ofninum og látið standa í 5-7 mín., leggið á bretti og skerið í 12 mm þykkar sneiðar.  Leggið sneiðarnar varlega með spaða á bökunarpappírinn og bakið í 10 mín., snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mín.  Leggið kökurnar á rist og kælið vel áður en þær eru settar í lokað ílát. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2

Að lokum: Eins og nafnið gefur til kynna þá fékk ég þessa uppskrift hjá honum Bjössa. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð hjá honum á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2. Það er ekkert erfitt að baka þetta, maður þarf bara soldið mikið að fylgjast með klukkunni. Þetta Biscotti er best í heimi. Syndsamlega gott. 16.12.05 HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *