Lúxus líf..

Jæja, er ekki löngu kominn tími á almennilega bloggfærslu? Held það nú..

Þetta nýja ár hefur farið alveg ágætlega af stað. Ég er búin að hafa það gott. Lifa lúxuslífi. Búin að fara í bíó, á tónleika, hlusta á góða tónlist, lesa góðar bækur, borða góðan mat, spjalla, hlæja, dansa, skemmta mér..

Við sáum Chronicles og Narnia í bíó. Ég var búin að hlaka rosalega mikið til að sjá þessa mynd. Man vel eftir þáttunum sem voru í sjónvarpinu þegar ég var lítil stelpa. Mér fannst þeir æði. Myndin olli mér engum vonbrigðum. Hún var flott, spennandi og vel gerð. Hvíta nornin var rosalega flott, langflottust..

Fórum á tónleika gegn virkjunum í Höllinni. Það var frábært! Mér fannst allt mjög skemmtilegt. KK, Björk, Múm, Magga Stína, Mugison, Hjálmar, Rass, Dr. Spock, Sigur Rós. Sá ekki Ghost Digital og ekki Ham og EGÓ. Damien Rice var æðislegur. Ótrúlega æðislegur! Við vorum á gólfinu mjög framarlega allan tíman. Vorum orðin þreytt um ellefu leitið og ákváðum að fara bara heim, enda höfðum við takmarkaðan áhuga á því sem eftir var. Daginn eftir fékk ég stærsta sjokk ársins hingað til. Á forsíðu fréttablaðsins stóð að Nick Cave hafi verið leynigestur og troðið upp í lok tónleikanna. Ég fór að grenja. Komst svo að því seinna að fréttablaðið var að ljúga. Nick Cave var ekkert á staðnum og spilaði ekki neitt. Ég andaði léttar. Ég hefði seint fyrirgefið mér að hafa misst svona klaufalega af honum.. skítalygafréttablað..

Í gær keypti ég mér nýja bók að lesa. Hún heitir A Redbird Christmas og er eftir Fannie Flagg, sem er sú sama og skrifaði, eina af mínum uppáhalds bókum, Fried green tomatoes at the Whistle stop Café. Ég er hálfnuð með þessa og hún er mjög skemmtileg. Þegar ég er búin með hana ætla að ég að reyna að elta uppi fleiri bækur eftir Fannie Flagg, ég er að fíla hana og þennan Suðurríkjahreim.

Það skemmtilegasta sem gerst hefur það sem af er árinu eru tvímælalaust fréttir gærdagsins, en þá eignuðust elskulegir vinir okkar, Matta og Hjálmar, sitt annað barn. Litla dóttur. Við óskum þeim og Tómasi Orra stóra bróður hjartanlega til hamingju með dömuna og við hlökkum mjög mikið til að hitta hana. Það verður vonandi von bráðar..

Ég er annars á leiðinni út. Þarf aðeins að kíkja í búð og fara svo niðrí skóla. Kominn tími til að maður spretti aðeins úr spori í þessu námi sínu..

One thought on “Lúxus líf..

  1. nú prufa ég að skrifa athugasemd..ég er komin með fráhvarfseinkenni að geta ekki skrifað hér inn!:)Svo nú skrifa ég e-ð gáfulegt…a,b,c,d,e,f,g,eftir kemur…nei ég sleppi því. Hafðu það gott Heiða, kveðja, Svanfríður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *