Spurning

Hverjum datt í hug að panta allan þennan snjó?
Ég er að manna mig uppí að fara út og grafa upp bílinn minn. Mér finnst þetta ekkert sniðugt.
Er að fara á Hlöðuna og sækja greinar sem ég pantaði í gær í millisafnaláni. Er ánægð með hvað það tók stuttan tíma að fá þessar greinar. Ég gær var ég á bókasafninu og þurfti að fá greinar sem voru í geymslu í hlöðukjallaranum. Það tók mikla skriffinsku, tíma og þolinmæði að fá þær. Svo þurfti ég að ljósrita sjálf. Það er ekki uppáhaldið mitt. Kanski ég myndi spara mér tíma og pirring með því að panta bara allar greinar í millisafnaláni? þó þær séu til á Hlöðunni..? Þá þyrfti ég alavega ekki að standa við ljósritarann.. spurning.
Jæja, ég get víst ekki beðið lengur. Best að klæða sig í snjógalla og leita að bílnum.. heyrumst :o)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *