Ég veit..

.. Langt síðan.

Síðan síðast hef ég meðal annars..:
..Breytt stofunni minni. Keyptum skrifborð og skrifborðslampa og bjuggum til smá skrifstofu handa mér. Hún er mjög fín. Ætluðum líka að kaupa hillur á vegginn en þær voru auðvitað ekki til. Þannig virkar IKEA.
..Farið í atvinnuviðtal vegna mjög spennandi starfs.. sem ég fékk svo ekki. Fúlt. En lífið heldur áfram.
..Byrjað aftur í leikfimi. Ég og Kolla skelltum okkur á 8 vikna námskeið í Hreyfingu og erum að skemmta okkur svakalega vel. Fer í leikfimi þrisvar í viku.. meira að segja á laugardagsmorgnum. Ýkt dugleg.
..Farið í tvo saumaklúbba. Alltaf svo gaman að hitta vinkonur sínar.
..Fengið húsgest. Mágkona mín hún Rakel kom og var hjá okkur í tvær nætur. Það var skemmtilegt að hitta hana eins og alltaf.
..Farið á tónleika ársina. Núna á laugardaginn voru loksins Nick Cave tónleikarnir sem við höfum verið að bíða eftir í allt sumar. Þeir voru hreint út sagt alveg stórkostlegir. Hef bara næstum aldrei farið á eins góða tónleika i livet.. að U2 tónleikunum tveimur undanskildum að sjálfsögðu. En vá, Þetta var ótrúlega gaman.
..Tekið þátt í Magna fárinu. Ég vakti auðvitað og kaus Magna eins og brjálæðingur, enda maðurinn algjörlega frábær í þessum þættum. Er samt glöð að þetta sé búið. Þetta hafði ekkert sérlega góð áhrif á svefnrútínuna.
..Horft á DaVinci Code. Loksins. Fannst hún ekki nærri eins góð og bókin. Var allan tímann að hugsa um hvað Ingvar hefði orðið miklu flottari Silas en þessi pretty boy sem lék hann. Tom Hanks var líka frekar asnalegur. Ágætis mynd samt..
..Líka klárað að horfa á Grey’s Anatomy seríu númer tvö. Æðislegir þættir. Þoli ekki McDreamy og að Meredith geti ekki sagt honum að hypja sig.. kommon maðurinn er giftur. Dr.Burke er hot.

kanski að þetta sparki í blogg-rassgatið á mér..

4 thoughts on “Ég veit..

  1. ég er enn ekki farin að geta tjáð mig um þessa tónleika.. hlakkaði geðveikt til að koma í vinnuna til að geta hlustað á Nick Cave í allan dag.. sem ég er búin að gera… þvílíkt og annað eins.. og rosa er ég fegin að þú bloggaðir maður..
    Hlakka til að sjá þig á morgun.. ..

  2. jútú smútú sleikja hamstur við hliðina á cave! og warren ellis á fiðlunni, sjitt maður, hann er mega gebba geðveikur! en ég vildi samt ekki vera fiðlan hans 😐

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *