Pasta með grískum kjötbollum

Þetta þarftu: 5oogr nautahakk, salt, pipar, 1msk hveiti, 2msk tómatkraftur, 2msk jógúrt án ávaxta, 1msk laukur (hehe), 1búnt steinselja, ólífuolía, grænt pasta (tagliatelle til dæmis), sítróna. Sósa: 2dl jógúrt án ávaxta, 2 hvítlauksgeirar, steinselja

Svona gerirðu: Blandið hakkinu saman við krydd, jógúrt (2msk), hveiti og tómatkraft. Rífið lauk (eða saxið mjög smátt) og saxið steinselju smátt (geymið uþb 1msk útí sósuna). Bætið útí og blandið vel saman. Hnoðið litlar bollur úr deiginu og steikið í olíu. Sjóðið pasta og látið vatnið renna vel af því. Blandið smá ólífuolíu við pastað. Sósa: Merjið hvítlauksrif og blandið saman við restina af jógúrtinu. Kryddið með salti, pipar og steinselju.

Að lokum: Ólífuolían sem er sett út á pastað gefur því sérlega góðan ólífukeim. Pastað er borið fram með kjötbollunum ofan á og slettu af sósu (eða bara sósa on the side). Einnig er gott að hafa sítrónubáta með og kreista yfir. Þennan rétt hef ég aldrei eldað sjálf en Pétur eldaði þetta handa mér fyrir stuttu síðan og þetta verður pottþétt eldað aftur því þetta er rosalega gott! Uppskriftina fékk hann úr bókinni Af bestu lyst 2 sem þýðir að þetta er líka hollt :) Sósuna væri hægt að nota með allsonar réttum, tildæmis sem ídýfa eða bara ofan í bakaða kartöflu! HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *