Vanagangur

Jahérna, ég get nú varla pikkað fyrir harðsperrum! Er með klikkaðar harðsperrur í armbeygjunum eftir leikfimistímann í gær.. gerði örugglega 5000 armbeygjur.. hlýtur að vera!

Þetta átti nú samt ekkert að vera eitthvað harðsperrublogg. Heldur meira svona hvaðeraðfréttablogg. Hefst þá lesturinn…
Litli frændi okkar hann Heimir Rafn kom í heiminn þann 11. feb, mömmu hans, henni Rakel, til mikillar gleði og auðvitað okkur öllum hinum líka. Hann er algjör rúsína (af myndinni af honum sem ég fékk senda í símann minn að dæma) en ég get ekki beðið eftir að fá að skoða hann almennilega. Vonandi bráðum..

Tjah.. það var annars frekar gestkvæmt hjá okkur um helgina. Fyrst komu Heimir Konráð, Teddi og Erna aðeins í spjall á laugardaginn og á Sunnudaginn komu báðar systur mínar í heimsókn með sína kalla og börn, enda við búin að baka algjörlega ómótstæðilega súkkulaðiköku sem þær gátu bara ekki staðiðst… Uppskriftin er væntanleg á uppskriftarvefinn ásamt ómótstæðilegri gestkauppskrift frá Kollu sætu..

Þess fyrir utan er bara ekkert að frétta og gengur lífið bara sinn vanagang..

6 thoughts on “Vanagangur

  1. Nákvæmlega.. ég er að deyja í armbeygjunum.. meodeus..
    Ekkert smá flott nafn á drengnum.. jájá.. annars er svossem ekkert að frétta..

  2. Hvar eru armbeygjunar á manni? Ég verð að játa það að ég hef aldrei vitað til að mar sé með armbeygjur en að gera armbeygjur er eitthvað sem ég hef gert 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *