Kvöldmaturinn

Enn einu sinni er ég gjörsamlega tóm í hausnum að reyna að finna út hvað ég á að hafa í kvöldmatinn. Þetta kemur iðulega fyrir. Fyrir okkur er kvöldmaturinn ótrúlega mikilvægur. Við eldum alltaf eitthvað, þó svo að við séum “bara tvö”, mörgum til mikillar undrunar. Þetta er fyrir það fyrsta eina máltíð dagsins sem við borðum saman, við borð. Við eldum kvöldmatin yfirleitt saman líka og göngum frá. Þetta er semsagt mesti spjalltími dagsins. Hápunktur dagsins að mínu mati. Okkur finnst líka rosalega gaman að borða. Við borðum allskonar mat og prófum oft eitthvað nýtt..
En allavega. Þá vantar mig hugmynd að kvöldmötum. Ég hef því ákveðið, hér með, að óska eftir gestauppskriftum á matarvef Heiðu Bjarkar sem þið getið skoðað hérna til hægri (ég setti btw tvær nýjar uppskriftir þangað inn í gær). Bara endilega sendið mér einhverjar góðar uppskriftir. Auðvitað má líka senda mér uppskriftum að einhverju öðru en kvöldmat.. til dæmis kökum! Kolla mín, þú mátt tildæmis senda mér uppskriftina af jamie oliver kjúklingnum þínum :o)
Til þess að senda mér uppskriftina þá smellið þið bara á kúrbítinn!

12 thoughts on “Kvöldmaturinn

  1. það er gaman að segja frá því að ég er búin að senda kúrbítnum uppskriftina af þessum guðdómlega kjúkling..

  2. Takk Kolla mín, ég hlakka mjög til að elda þetta um helgina. Það mættu nú fleiri taka þig til fyrirmyndar!

  3. ég ætla að senda þér eina og nota eina af þinni síðu…
    mér finnst gott hjá ykkur að elda saman og gera það að ykkar tíma svo þurfið þið líka að borða og ekki nennir maður í McDonalds alla daga…

  4. Já frekar myndi ég éta úr nefinu á mér heldur en að borða þann óþverra! En það er aldrei að vita hvort að mar skelli ekki hérna inn einhverri gómsætri uppskrift, þó ungur sé er ég alveg meistarakokkur 😉 þó ég segi sjálfur frá

  5. Já og svo langar mig að leggja inn formlega kvörtun… hvað er málið með það að ofurpésinn bloggar ekkert? það eru að verða 2 mánuðir síðan það hefur eitthvað heyrst af ofurmanninum hérna… koma svo!!

  6. er ofurpésinn til yfir höfuð? er hann ekki bara feik? maður spyr sig. þetta er dularfullt mál!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *