Bla bla bla..

Ég er með svo miklar harðsperrur að ég get varla pikkað! áts..
Er byrjuð á líkamsræktarnámskeiði, svona til þess að koma mér á rétt ról eftir sumarið. Fyrsti tíminn var á þriðjudaginn, tæbóbrennsla og í gær fór ég svo í pallatíma. Í dag get ég hvorki sest né staðið upp, ég er með harðsperrur allstaðar. Ótrúlega fyndið. Nú er ég búin að vera skokkandi í allt sumar en alveg látið eiga sig að gera einhverjar hnébeygjur og armbeygjur og dauðagöngu og magaæfingar og allt þetta.. svo byrja ég á námskeiðinu og eftir fyrsta tímann er ég gjörsamlega búin í hverjum einasta vöðva. Hressandi. Hvernig ætli ég verði í hjólatímanum á eftir ?? úfff…

En jájá.. allavega.. Ég er búion að vera ansi heppin með veður í þessu fríi mínu þangað til ég byrja í nýju vinnunni. Bókstaflega búið að vera rok og rigning á hverjum einasta degi. Ég er líka búin að vera með allskonar veikir.. hálsbólgu.. mígreni.. alskonar.. Ég held að þetta sé eitthvað svona after shock eftir sumarið og vinnuna á Terra Nova. Það var svo mikið að gera í allt sumar, mikið álag og stress og brjálað.. svo er það búið og þá bara krassar kerfið. Það er allavega mín kenning. Samt ótrúlega fyndið hvað maður er lengi að kúpla sig út. Ég er búina að vera með áhyggjur af túristunum mínum alla vikuna.

Í gær fór ég í verslunarleiðangur og hóf hina miklu leit að vetrarkápunni hinni einu og sönnu. það tók tímann sinn. Ég mátaði örugglega svona 15 kápur og fór örugglega í svona 50 búðir þangað til ég fann hina einu réttu í Benetton búiðinn í Smáralind. Hún kostaði reyndar aðeins meira en ég hafði lagt út með, en hey.. þegar maður finnur hina einu réttu þá verður maður bara stökkva á hana.. hún er alveg hverrar krónu virði og ég hlakka gebba mikið til að fara í henni í vinnuna á miðvikudaginn :o)

Tjá.. þetta var nú skemmtileg bloggfærsla.. Ef einhver náði að halda út og lesa til enda þá læt ég fylgja myndir af honum Glóa mínum í verðlaun.. ooohhh hann er svo mikill dúllurass :o)


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *