Ekki bofs

Ég fór í óvissuferð með Terra Nova og Heimsferðum á laugardaginn. Gömlu vinnunni. Það var mjög skemmtilegt. Það var farið í Golf á Akranesi og svo í Diskókeilu. Loks út að borða og dansa á Rúbín, nýjum stað í Öskjuhlíðinni. Ég mætti til leiks mjög kvefuð og með hálsbólgu. Svo var auðvitað grenjandi rigning á meðan við vorum í golfinu. Það fór ekki betur en svo að um kvöldið var ég orðin algjörlega raddlaus og er það ennþá. Alveg að kafna úr kvefi og kem ekki uppúr mér orði. Heyrist ekki bofs í mér.. meira svona hvissss… Skemmtilegt. þannig að þið sem ætluðuð að hringja í mig og spjalla í dag, ættuð kanski frekar að finna mig á msn í staðinn..

Hvernig fer maður annars að því að fá röddina aftur? Einhver góð ráð? Verður mér ekki batnað á miðvikudaginn þegar ég fer í nýju vinnuna? ha? einhver?

8 thoughts on “Ekki bofs

  1. þér verður örugglega batnað. Farðu bara í heitt og gott bað með góðum ilmi, fáðu þér gott grænt te og farðu undir teppi með önnu í grænuhlíð, getur ekki klikkað

  2. ég fæ mér alltaf heitt sítrónute, helst svona í kornum. Haf það sterkt og bæti smá hunangi og söxuðum hvítlauk út í. Gerði það þegar ég missti röddina 2 dögum fyrir frumsýningu fyrir austan og átti að syngja í sýningunni. Ég söng reyndar ekki vel á frumsýningunni. En ég gerði það reyndar ekki heldur áður en röddin fór. En þetta svínvirkar alveg

  3. Ég fæ mér alltaf hálfan líter af vel heitu kjúklingasoði, set útí það dass af ss pylsusinnepi, hálfa dós af rauðu pestói og maukaða svínalifur. Einnig er gott að setja hrogn samanvið. Þau gefa þessu sérstakan keim.

  4. svo er líka hægt að fá sér heitt afa kakó með ristuðu brauði klikkar ekki. Láttu þér batna ástin mín.mamma.

  5. Takk fyrir öll góðu ráðin góða fólk.. Vonandi að eitthvað af þessu virki svo ég hljómi nú ekki alveg eins og Marge Simpson fyrsta daginn í vinnunni!
    tjah.. reyndar væri það nú bara alveg fínn árangur miðað við hljóðin í mér í dag :o)

  6. Pési, ég væri til í að sjá þig drekka þann fjanda sem þú gafst okkur, svona örlátur, uppskriftina að..myndirðu drekka þetta ef ég kæmi með allt klárt, heim til ykkar, næst þegar ég kem til landsins? hmmm
    En ég vona að þú sért búin að fá röddina aftur, það er ómögulegt að vera þegjandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *