Do you dig the graves?

Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég rakst á plötu með Greifunum í tónlistarsafninu hjá mér. Þessi skemmtilega plata heitir Greifarnir dúkka upp og kom út 1996. Þetta er svona bestof plata og ég verð að segja að þarna eru nokkur lög sem mér finnst bara góð. Já…ég skammast mín ekki fyrir það. Ekkert að því að fíla Greifana. Kannski er ég eitthvað skrýtin…það verður þá bara að hafa það. Ég ætlaði nú að skella inn skemmtilegu myndbandi með Greifunum en það er ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Þau fáu sem ég fann voru ekkert spes. Ég mæli með því að þú hlustir á Greifana. Einkum plötu sem heitir Dúbl í horn. Stórskemmtileg alveg hreint.

6 comments

 1. já.. Það er fátt sem toppar ðe greifs..
  Þessi texti er tildæmis algjör snilld .. og mér finnst hann eiga ágætlega við á þessum hörðustu og verstu.. sérstaklega finnst mér “Abara bara a barara babbe” kaflinn hrein snilld 🙂

  SÓLSKINSSÖNGURINN
  Lag: Sveinbjörn Grétarsson
  Texti: Greifarnir

  Er nóg af sólskini í lífi þínu?
  ef ekki er ég segi þér
  Þú mátt fá svolítið af mínu
  af gleði og hamingju hef ég nóg

  Farðu í kjólfötum í sund
  og ekki er verra að hafa hund

  Allt sem þarf er þinn vilji
  Slepptu þér og sláðu til
  Skiptir engu þó enginn skilji
  fáránleikinn er þér í vil

  Ber með bindi á bíómynd
  að breyta til er engin synd

  Farðu á ball og taktu ömmu með
  Aldrei að vita hvað gæti skeð
  Dansa tryllt, tjútta og djamma
  taktu með þér sviðakjamma

  Farðu út í sólskinið
  og leggstu ber á malbikið

  Ber með bindi á bíómynd
  að breyta til er engin synd

  Með lambhúshettu
  Í föðurlandi

  Farðu í kjólfötum í sund
  og ekki er verra að hafa hund

  Abara bara a barara babbei (3X)
  Af því bara a barara bei

  Babara barara bei
  babara barara bei

  Ber með bindi á bíómynd
  að breyta til er engin synd

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *