Skokkplanið mitt

Skokkplanið sem ég ætla að fara eftir til að byrja með er Þetta frábæra skokkplan sem heitir c25k.. semsagt from couch to 5 km eða úr þreyttri sófakartöflu í úber flottan skokkara sem getur hlaupið í 5 km án þess að stoppa. Þetta plan gengur út frá því að maður fari hægt og rólega af stað og ofgeri sér alls ekki til að byrja með og guggni og fari skælandi heim. Semsagt örugglega fínt fyrir mig. Tek það fram að ég íslenskaði þetta plan alveg sjálf! Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf svo að hlaupa 5 km lengra í ágúst.. það er seinni tíma vandamál og ég finn mér örugglega eitthvað flott plan til að tækla það síðar meir. Ég er búin að hlaupa V1-D1 og í dag ætla ég að hlaupa V1-D2..

2 thoughts on “Skokkplanið mitt

Leave a Reply to amalia Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *