Appelsínukaka

Himnesk alveg hreint..

Bökuðum þessa Appelsínuköku í dag. Langaði að gefa honum Hrafni mínum eitthvað gott í drekkutímanum og þá er þessi kaka einmitt svo upplögð því maður á eiginlega alltaf allt í hana! Pétur mætti svo heim úr vinnunni beint í volga kökusneið og var mjög ánægður með húsmóðurina haha 🙂

Þetta þarftu: 150gr sykur, 2 egg, 150gr smjörlíki, 150gr hveiti, 1 tsk lyfitduft, dálitla mjólk og nýkreistan appelsínusafa, flórsykur.

Svona gerirðu: Byrjaðu á því að þeyta saman sykurinn og egginn. Blandaðu svo bræddu smjörlíkinu, hveitinu og lyftiduftinu samanvið og hrærðu. Ef deigið er þykkt blandaðu þá smáveigis af mjólk við til að lina það upp eða appelsínusafa. Skelltu þessu svo í kökuform (svona kringlótt) og bakaðu við 200°C í í 30 mín. Á meðan kakan bakast þá skaltu hræra saman flórsykri og nýkreistum safa í glassúr. Þegar kakan er bökuð leyfirðu henni að kólna og tekur úr forminu. Svo er bara að glassúra!

Að lokum: Æðislega góð kaka sem mamma leyfði okkur systrum oft að baka þegar við vorum litlar. Mjög einfalt og fljótlegt að baka. Ef þið nennið ekki að kreista safa úr appelsínum er alveg hægt að nota safa úr fernu. Passa bara að hafa hann 100% og helst með aldinkjötinu. Ekta kaka til að baka þegar tilefnið er ekkert og þér langar bara í köku… HB

Hrafni Tjörva finnst appelsínukakan algjört gúmmelaði!!

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *