Skriðinn úr hýði

Jæja gott fólk. Það er nú langt um liðið síðan ég hef hent inn færslu á Kúbbann en hann er einmitt kominn á nýjan stað sökum þess að það var einhver að skemma hann fyrir okkur. Við skelltum okkur með hann til Davíðs og Golíats og honum virðist líða vel þar.

Lífið hjá okkur gengur sinn vanagang, Hrafn er í sumarfríi og er heima með mömmu sinni og litlu systir og líkar það vel. Ég tek nánast ekkert sumarfrí, kannski 1 – 2 daga en fer í feðraorlof í september og verð út október. Það verður ljúft að fá að eyða tíma með “litlu” stelpunni minni.

Þann 22. ágúst verður stór stund í lífi Hrafns Tjörva og foreldranna því þá byrjar hann í Brákarborg. Við höfum verið duglega að labba framhjá leikskólanum og segja honum að þarna sé Brákarborg, leikskólinn hans. Svo fer hann að sjálfsögðu í aðlögun og verður spennandi að sjá hvernig hann tekst á við þetta. Svo bara krossum við putta og vonum að leikskólakennarar fari ekki í verkfall, sem er einmitt áætlað þann 22. ágúst.

Í gær var svo hin árlega pönnukökuferð á Þingvelli og fórum við ásamt Kollu & CO og Hrafnhildi & CO á Þingvelli og borðuðum pönnukökur í blíðskaparveðri og röltum svo um svæðið. Það var þreytt fjölskylda sem skilaði sér heim um 18:30

Já…svo er ég byrjaður í nýrri vinnu. Er kominn til Sensa og vinn þar sem Microsoft kall. Gæti ekki verið betra 🙂

Læt þetta heita gott í bili…

2 thoughts on “Skriðinn úr hýði

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *