All posts by Heiða Björk

Leikur framundan..

Jæja,
Pizzan er í ofninum, rauðvín komið í glas, búið að kveikja á kertum… Nú er bara að bíða eftir leiknum. Hálftími til stefnu. Ekkert stress (þökk sé rauðvíni og kertaljósum) bara tilhlökkun. Ætli við vinnum? Ég held það..

Helgin er framundan. Helgarfrí. Það verður ljúft..

EM í handbolta

Eitt gott atriði í gær þegar leikurinn var að byrja í sjónvarpinu. Þá birtirst þetta á skjánum:

“beðist er velvirðingar á að íslenskan þul vantar. Viðgerð stendur yfir.”

Þetta fanst mér fyndið. Var þulurinn bilaður?

annars, góður leikur.. áfram Ísland :o)

Maður dagsins

Maður dagsins er einn af mínum langflottustu bestuíheimi systrasonum. Hann heitir Birkir Tjörvi og hann er algjör snillingur. Hann er 9 ára í dag!

Myndin er tekin síðasta páskadag í blíðskaparveðri í Nesjunum, en þá skruppum við í fótbolta í Nesjaskóla til þess að hressa okkur við eftir súkkulaðið. Þetta var frábær dagur..
Til hamingju með afmælið Birkisknús :o)

Trabant

Það er einhver deyfð hérna á kúrbítnum. Ekki í mér samt og ekki í Ofurpésa. Hef bara ekki sérlega mikla þörf fyrir að tjá mig hérna þessa dagana. Greinilega ekki Ofurpési heldur. Ætla ekkert að koma með neina afsökun fyrir því. Ég ræð.
Það er einhver leiðinda hausverkur búinn að vera að elta mig síðustu 2 daga. Mér tekst ekki að stinga hann af. Ég sem hélt að ég væri hætt að fá hausverk. Ég hef greinilega eitthvað jinxað þetta og nú er almættið að hefna sín. Sýna hver ræður. Ég læt eins og ég taki ekki eftir þessu. Það fer örugglega í pirrurnar á almættinu..
Ég horfði á tónlistarverðlaunin í gær. Það var ágætt svo sem. Gaman að sjá Emiliönu syngja. Langar að fara á tónleika með henni einhverntíma. Kórinn í byrjun var líka flottur. Sigrún fiiðlukona var líka góð.. og fyndin. Það er ekkert svakalega góð hugmynd að vera með svona svakalega túperíngu í hárinu þegar maður spilar á fiðlu. Hún var í svo miklum fílíng og heysátan á hausnum á henni sveiflaðist þvílíkt til. Mér fanst það fyndið. Lagið var samt skemmtilegt og hún er góð. Mig langar líka að fara á tónleika með Jakobínurínu. Þeir eru miklir stuðboltar. Ég hef enga skoðun á því hvort að verðlaunin fóru í réttar hendur eða ekki. Ég hélt alltaf með trabant þegar þeir voru tilnefndir. Hefði viljað sjá þá taka lagið. Ég elska trabant.

!!!

Og heyrið þið það!!
Ég þoli ekki hálku á bílastæðum og fyrir framan búðir og fyrirtæki. Hun(d?)skist þið til að skafa, salta bílastæði og gangstéttar! þið þarna starfsmenn og eigendur.. það er lágmark! Greyis allar gömlu konurnar sem eru skítrhræddar og ganga hænuskref í þessari hálku. Þær eru sko margar þessa dagana. Ég er með þeim í liði.
Ef allir væru nú eins og hann Pétur minn sem mokaði tröppurnar niður í ruslageymslu og saltaði svo greyis ruslakallarnir myndu nú ekki detta á hausinn í morgun þegar þeir komu til að taka ruslið frá okkur.
(ég er meira að segja farin að blogga eins og gömul kona. hann pétur minn, já þessi elska, fáðu þér kandís)
jájájájá
föstudagur segið þið…

Spurning

Hverjum datt í hug að panta allan þennan snjó?
Ég er að manna mig uppí að fara út og grafa upp bílinn minn. Mér finnst þetta ekkert sniðugt.
Er að fara á Hlöðuna og sækja greinar sem ég pantaði í gær í millisafnaláni. Er ánægð með hvað það tók stuttan tíma að fá þessar greinar. Ég gær var ég á bókasafninu og þurfti að fá greinar sem voru í geymslu í hlöðukjallaranum. Það tók mikla skriffinsku, tíma og þolinmæði að fá þær. Svo þurfti ég að ljósrita sjálf. Það er ekki uppáhaldið mitt. Kanski ég myndi spara mér tíma og pirring með því að panta bara allar greinar í millisafnaláni? þó þær séu til á Hlöðunni..? Þá þyrfti ég alavega ekki að standa við ljósritarann.. spurning.
Jæja, ég get víst ekki beðið lengur. Best að klæða sig í snjógalla og leita að bílnum.. heyrumst :o)

Lúxus líf..

Jæja, er ekki löngu kominn tími á almennilega bloggfærslu? Held það nú..

Þetta nýja ár hefur farið alveg ágætlega af stað. Ég er búin að hafa það gott. Lifa lúxuslífi. Búin að fara í bíó, á tónleika, hlusta á góða tónlist, lesa góðar bækur, borða góðan mat, spjalla, hlæja, dansa, skemmta mér..

Við sáum Chronicles og Narnia í bíó. Ég var búin að hlaka rosalega mikið til að sjá þessa mynd. Man vel eftir þáttunum sem voru í sjónvarpinu þegar ég var lítil stelpa. Mér fannst þeir æði. Myndin olli mér engum vonbrigðum. Hún var flott, spennandi og vel gerð. Hvíta nornin var rosalega flott, langflottust..

Fórum á tónleika gegn virkjunum í Höllinni. Það var frábært! Mér fannst allt mjög skemmtilegt. KK, Björk, Múm, Magga Stína, Mugison, Hjálmar, Rass, Dr. Spock, Sigur Rós. Sá ekki Ghost Digital og ekki Ham og EGÓ. Damien Rice var æðislegur. Ótrúlega æðislegur! Við vorum á gólfinu mjög framarlega allan tíman. Vorum orðin þreytt um ellefu leitið og ákváðum að fara bara heim, enda höfðum við takmarkaðan áhuga á því sem eftir var. Daginn eftir fékk ég stærsta sjokk ársins hingað til. Á forsíðu fréttablaðsins stóð að Nick Cave hafi verið leynigestur og troðið upp í lok tónleikanna. Ég fór að grenja. Komst svo að því seinna að fréttablaðið var að ljúga. Nick Cave var ekkert á staðnum og spilaði ekki neitt. Ég andaði léttar. Ég hefði seint fyrirgefið mér að hafa misst svona klaufalega af honum.. skítalygafréttablað..

Í gær keypti ég mér nýja bók að lesa. Hún heitir A Redbird Christmas og er eftir Fannie Flagg, sem er sú sama og skrifaði, eina af mínum uppáhalds bókum, Fried green tomatoes at the Whistle stop Café. Ég er hálfnuð með þessa og hún er mjög skemmtileg. Þegar ég er búin með hana ætla að ég að reyna að elta uppi fleiri bækur eftir Fannie Flagg, ég er að fíla hana og þennan Suðurríkjahreim.

Það skemmtilegasta sem gerst hefur það sem af er árinu eru tvímælalaust fréttir gærdagsins, en þá eignuðust elskulegir vinir okkar, Matta og Hjálmar, sitt annað barn. Litla dóttur. Við óskum þeim og Tómasi Orra stóra bróður hjartanlega til hamingju með dömuna og við hlökkum mjög mikið til að hitta hana. Það verður vonandi von bráðar..

Ég er annars á leiðinni út. Þarf aðeins að kíkja í búð og fara svo niðrí skóla. Kominn tími til að maður spretti aðeins úr spori í þessu námi sínu..